Meðan flestir fengu sér þessa (eða svona sirka) í eftirmat í vinnunni minn í dag fékk ég mér appelsínu! Hún var pínu súr, en samt örugglega miklu betri. Humm, ha?
Thursday, October 11, 2012
Monday, October 8, 2012
Hvernig standa stigin eiginlega?
Nú verður gerð grein fyrir nýjustu tölum úr Austurlandskjördæmi:
Fargans hreyfingin! Eins og ég er búin að vera dugleg undanfarin ár, alveg fram að broti. Fótbrot verður svona „fyrir og eftir Krist“. Ég er bara ekki í stuði, er það næg afsökun? Nei, ég veit – ætla að fara að bæta mig. Lofa.
Við skötuhjú erum hins vegar búin að vera harðari en andskotinn sjálfur í mataræðinu, auk þess sem Gísli hreyfir sig fyrir sig sjálfan og mig! Allavega, ég hef verið fram úr hófi dugleg að sleppa brauði og sykri (sjáanlegum, er ekki að greina allt í öreindir) – auk þess sem ég vanda mig almennt. Getur þó ekki annað verið en að mig vanti kalk eða eitthvað, í það minnsta er ég með bjólkurblæti á há-alvarlegu stigi, langar að drekka mjólk stanslaust! Kaffið, jááá – svona næstum innan settra marka. Næstum!
Húsnæðismál. Uppáhaldskaflinn minn um þessar mundir – not! Nú eigum við að losa húsið eftir, humm… 17 daga án þess að vera komin með húsnæði. Þetta er alger brandari, að búa „út á landi“ og fá ekki húsnæði. Það sem er í boði og Íbúðalánasjóður heldur ekki í heljargreipum kostar á bilinu 150-190 þúsund á mánuði. Enda líklega á því að stofna hjólhýsabyggð við Andapollinn, það gæti nú bara verið pínu kósý! Annars, hvað ER þetta bara?
Fjárhagurinn, fjárhagurinn. Ég ætlaði ekki að kaupa neitt „umfram“ í þessum mánuði. En, hvað gat ég? Fór í menningarferð á Seyðisfjörð á laugardaginn var. Sá þar á markaði gallajakkNN. The gallajakki – sem ég hef nánast leitað að síðan ég fæddist. En, þarna hékk hann og beið eftir mér, salírólegur. Wrangler jakki, snjáður, notaður í spað og í alla staði guðdómlegur. Kostaði heila þrjá fimmhundruðkalla. Það var þess virði að brjóta eyðslubann fyrir jakkann – hann er kominn heim!
Friday, October 5, 2012
Einn, tveir og byrja...
Las‘að í Samúel að október væri mánuður fyrir meistara. Dúddúrú! Ég ákvað samstundis að taka þátt án þess að vita nokkuð um hvað málið snýst, eða þannig. Líka svo góð „afsökun“ til þess að fara að blogga aftur, jibbíkóla!
Eníveis. Setti niður fyrir mér nokkur atriði sem ég get hugsað mér að leggja áherslu á í októbermánuði, sem líður alltaf hvað hraðast af öllum mánuðum ársins.
Hreyfing: Óóókei! Eftirað hafa séð áætlunina um hálfmaraþonið fara í norður og niðurfallið við ökklabrotið í júní vatt ég mínu kvæði í kross og hef ekki hreyft mig síðan. Bara ekki. Og bara af því ég nennti því ekki! Nú hins vegar gengur það ekki lengur af öllum ástæðum.
Ég ætla að hreyfa mig á einhvern hátt a.m.k. fimm sinnum í viku. En, af því ég er svo ógeðslega heppin að vera bæði þjálfari minn og keppandi í meistaradeildinni get ég ráðið því algerlega sjálf hvað ég geri. Því ætla ég ekki að binda mig við ræktina ef mig langar ekki þangað, heldur er markmiðið aðeins að gera eitthvað þessa fimm daga. Það má vissulega fara í salinn og lyfta, líka fara út að hlaupa (awww), nú eða synda (oj, já ég veit), fara í box, sippa á pallinum eða bara annað sem manni dettur í hug. Sniðugt, sniðugt.
Mataræði: Aha. Óheppilegt mataræði hefur algerlega haldist í hendur við hreyfingarverkfallið sem ég hef verið í síðustu mánuði. Sumir horfa líka bara góðlátlega á mig, halla undir flatt, brosa blítt og segja; „Novv, þetta eru bara kærastakíló“. Já, réttast væri að kenna Gísla mínum um þetta allt saman, það er mjög góð lausn.
En. Það eru ekki alltaf jólin og í tilefni meistaradeildarinnar hef ég ákveðið að vera MJÖG hörð við mig í október.
Ég ætla að borða góðan morgunmat – hljómar kannski ekki flókið, en ég er ekki mikil morgunmatarmanneskja. Upp með byggið og grófu hafragrjónin!
Ég ætla ekki að borða nammi, snakk eða drekka gos – nammi er reyndar ekki vandamál, en það verður pínu erfitt að fá sér ekki kók í dós með pizzunni á föstudögum.
Ég ætla að halda brauði og öðrum kolvetnum í algeru lágmarki.
Ég ætla aðeins að drekka tvo bolla af kaffi á dag – það er ekkert mál heima en í vinnunni er ég alger kaffialki! Held eftir tveimur uppáhaldsbollunum mínum, „þegar pósturinn er að hlaðast inn á morgnana“ og eftir hádegismat. Annars bara te og grænt te.
Ég ætla ekki að drekka áfengisdropa í októbermánuði.
Húsnæðismál: Við – risastóra smáfjölskyldan er á götunni frá 26. október. Ég verð því að finna okkur húsnæði, sama hvernig ég fer að því – þó svo ég þurfi að beita áður óþekktum brellum!
Fjárhagur: Fyrir utan að vera alltaf á rassgatinu eins og almenningur er þá ætla ég að vanda mig verulega í fjármálum í október OG nóvember. Ekki nóg með að jólin séu handan við hornið heldur erum við Gíslinn að fara til Birmingham í byrjun desember og ég hef óljósan grun um að ég þurfi að nota einhvern pjéning þar!
Í tilefni þessa ætla ég, við tvær aðrar, að selja fötin mín einhverntíman meðan á meistaradeildinni stendur. Alveg satt!
Já krakkar, ég hef reimað á mig takkaskóna og er klár í meistaradeildina!
Subscribe to:
Posts (Atom)