Sunday, March 24, 2013

Stjarnfræðilega góð sítrónukaka frá Starbucks

Bakaði köku í gær sem ég get ekki hugsað mér að nokkur láti fram hjá sér fara, sítrónukaka úr smiðju Starbucks. Vá hvað hún var góð! Dreymir reyndar reglulega um Starbucks-ískaffi, ohhh. Þegar ég var í Englandi fyrir jól var mikil umræða í fjölmiðlum þar sem fólk var hvatt til þess að sniðganga fyrirtækið vegna þess að það borgaði ekki einhverja skatta, eða eitthvað álíka vesen. Ég lét það sem vind um eyru þjóta, lífið er einfaldlega of stutt til þess að fá sér ekki ískaffi á SB hvenær sem færi gefst. Og nú bætist í "verð að fá" listann þaðan...

Ég "lækaði" nýverið síðu sem heitir Ljúfmeti og lekkerheit, en þar töfrar hún Svava fram frábærar uppskriftir í öllum flokkum. Ég sit löngum stundum slefandi fyrir framan tölvuna og langar bókstaflega til þess að elda og baka nánast allt sem þarna er. Finnst mikill kostur að um einfalda en um leið freistndi rétti er að ræða, en það hentar mjög vel á stóru heimili.




Tjah. Eitthvað er þetta þó undarleg mynd - toguð og eitthvað mis. Starbucksafkvæmið lúkkar ekki einu sinni vel, en ég lofa því að kakan er himnesk! Ég skora á ykkur að skella í eina, verðið ekki svikin.  

Reyðfirðingar athugið þó: Það eru ekki til sítrónudropar í Krónunni, allavega ekki í gær. Ég var alveg við það að fara að orga og grenjavið rekkann, en náði að redda mér fyrir horn og fá þá heimsenda frá Egilsstöðum. Sem betur fer. Hefði þótt pínu vandræðalegt að ganga í hús á laugardegi, eftir lokun ÁTVR, til að fá lánaða bökunardropa. 

No comments:

Post a Comment