Wednesday, March 20, 2013

ÚtFjólublá fegurð

Ég verð bara að deila þessu með ykkur - því fallegasta sem ég veit á Reyðarfirði og þó víðar væri leitað.

Ég geri mér fulla grein fyri því að ég er illa haldin af stólaást og allskonar ást, ég veit allt um það. En fjólubláu stólarnir í Félagslundi - mæ god! Þeir eru svo fallegir að ég tárast nánast í hvert sinn sem ég sé þá. Þeir eru lúnir, skítugir og gamlir, en það sem þeir eru bjútífúl.



Hef aldrei séð nokkuð svona fallegt inn á nokkru klósetti í veröldinni. Ég geri fastlega ráð fyrir að þið skiljið mig - sæluhrollur í fjórðaveldi og jafnvel í pí! 


Áklæðið í nærmynd, awwww...


Og bara afsakið. Hvað eru þessi gersemi að gera þarna í hrúgu? Mér er bara spurn? Af hverju eru þeir ekki heima hjá mér? Væ? Það sem ég myndi dekra þá og elska. E L S K A.

1 comment: