Tuesday, April 2, 2013

Er ebólufaraldur yfirvofandi? Reynið að komast í Fisch Factory áður en þið leggist!


Segi nú eins og Sigurður Ólafsson Facebook vinur minn í færslu sinni í dag - "Veðurblíðan á Austurlandi er farin að valda mér áhyggjum. Okkur hlýtur að verða refsað fyrir þetta með einhverjum hætti. Giska á skæðan ebólufaraldur."

Páskahret ársins 2013 hefur sumsé verið í formi svo mikilla einmunablíðu að elstu menn (eins og ég) muna ekki annað eins. 

Enn stendur það og ekki kvarta ég. Alls ekki. Þetta er hrein dásend, fyrir svo margra hluta sakir. Er til dæmis voða ánægð með að hafa getað hvílt bombsurnar yfir hátíðirnar og dregið fram skemmtilegri skóbúnað...





Er voða skotin í þessum pörum en fékk þau í nýju uppáhaldsbúðinni minni Fish Fatcory á Stöðvarfirði. Bæði koma að ég held úr Kaupfélaginu á Stöðvarfirði sem var og hét. 

Hvet alla héraðsmenn til þess að kíkja við og kynna sér hversu mikið kraftaverk Rósa og Zdenek hafa unnið við að koma gamla frystihúsinu í notkun eftir áralangt hlé. Ekki nú í formi fiskvinnslu heldur sköpunarmiðstöðvar. Ég skrifaði einmitt grein um þetta allt saman sem birtist í Austurlandi í október. Hver veit nema þið komið heim með flotta skó? Í það minnsta gleði í hjarta og innblásur fyrir allan peninginn!




Eitt það flottasta sem ég hef séð, dásamleg ljósakróna sem varð til á Make it happend ráðstefnunni sem haldin var víðsvegar um Austurland og meðal annars í Fisch Factory.  

No comments:

Post a Comment