Vesenið er ekki nýtt af nálinni, þ.e.a.s. á mínum meðgöngum. Að vísu man ég ekkert frá því ég gekk með Almar Blæ, enda 18 ár síðan - á síðustu öld! Ég efast á stundum stórlega að hafa verið með hann innvortis. Litlu minna eftir meðgöngunni með Bríeti, nema að þá var eins og ég væri stanslaust með ofvirknilyf í æð, svo mikið gekk á í hreiðurgerð ýmiskomar og almennu stússi.
Svefnvandinn hófst í það minnsta þegar ég gekk með Þór, fyrir átta árum síðan. Það man ég. Að vísu var lét hann (vandinn) ekki á sér kræla eins snemma og núna. Ég man ég fór að kvarta yfir þessu við ljósmóðurina sem ég var með þá og hún sagði; "Já essgan, það er bara verið að æfa þig fyrir komandi andvökunætur". Giv-mí-a-breik! Í fyrsta lagi átti ég tvö börn fyrir sem vöktu og voru með almennt vesen allar nætur fyrsta árið og þurfti því ekki á nokkurri æfingu að haldan. Í öðru lagi taldi ég að besti undirbúningurinn hefði verið að hvíla sig meira en þrjá tíma á nóttu, svona áður en þriðja eintakið hóf sambærilegt næturbrölt.
Ég er nú dottin í sama farið. Það er ekki vitund að mér, ég bara get ekki sofnað á kvöldin/nóttunni. Ef þið lumið á einhverjum ráðum um fram það að telja kindur og drekka kamillute, þá já takk.
No comments:
Post a Comment