Ég rölti út í hamborgarasjoppuna hér í götunni í dag í síðbúinn hádegismat, mjög góður borgari og franskar ásamt skemmtilegu spjalli við afgreiðslufólkið.
Pínulítill og flottur staður með mjög góðum borgurum. Þessar dúllur stóðu vaktina í dag. Þau geta ekki hugsað sér að koma til Íslands, finnst það allt of langt í burtu og ógeðslega kalt.
Ég spurði stelpuna hvort konur væru almennt að vinna úti hér á Bali og hún sagði svo ekki vera, þar sem mikið annríki væri á heimilunum.
Ég átti þessa umræðu einnig við bílstjórann okkar um daginn. Hann sagði að sér þætti íslenskar konur eins og karlmenn á þennan mælikvarða, fjárhagslega sjálfstæðar sem og almennt.
Búin að hugsa þetta mikið og hve mikið frelsi það er, ég veit fátt verra en ef ég væri ekki 100% fjárhagslega sjálfstæð, gæti ekki hugsað mér að vera öðrum háð með það.
Hjólastrákar í götunni minni.
Einn af afgreiðslustrákunum í búðinni minni. Hann var svona fínn í dag í tilefni jólanna.
Lokahönd lögð á jólaundirbúninginn.
Keypti mér þennan í dag. Er ekki vön að kaupa mér kjóla en langaði að eiga einn ekta balínískan úr silki.
Gott íessu!
Stefni á að vakna snemma á morgun og fara í bæinn til þess að fylgjast með serimóníunni sem við íslendingarnir köllum jólin.
No comments:
Post a Comment