Sunday, February 7, 2016

Dagur sex á Bali - skólaslit og ganga í "Heiðmörk"

Síðasti skóladagurinn hér á Bali var í dag. Nú tekur við mikill lestur og vinna. Æfingakúnnar og allskonar. Hausinn á mér er við það að springa í loft upp af upplýsingum sem ég reyni af bestu getu að melta. Skil ekki hve mikill fróðleikur og viska kemst fyrir í einni lítilli konu eins og Ósk, það er mér gersamlega óskiljanlegt.

Við byrjuðum daginn á að labba í "Heiðmörk" eins og Ósk kallar það - en sú gönguleið er sú eina hér í Ubud sem er mótorhjólafrí. Ótrúlega falleg leið.



Jólin nálgast, en þau eru núna á miðvikudaginn. Balibúar eru í óða önn að útbúa jólaskraut sem verða út um allan bæ, fyrir framan hvert heimili og fyrirtæki, sem og víðar. Skrautið verður reist upp og verður eins og ljósastaur - en þetta er nokkurskonar himastigi, því framliðnir koma þarna í gegn um jólin. Ég verð að sjálfsögðu með myndir frá herlegheitunum á aðfangadag. Þetta er allt handgert úr náttúrulegum efnum. Vafið utan um bambus og þetta eru hrísgrjónastrá sem hanga þarna niðurúr.



Innfæddir eru bara nokkuð sáttir með myndavélaæðið mitt!



Yfirgefið hús. Ég skal bara yfirtaka það. 



Fátt betra í hitanum en "cold coconut!



Það var bara ekkert að gera í galleríinu, þá bara leggja menn sig. 



Holicow!



Ég stalst til þess að kíkja inn um hlið á típísku balínsku heimili, hænur í körfu - vildi að það fylgdi hjóð með þessu. 








Kókoshnetur út um allt, 200 kall stk. 




Hrísgrjónaakur. 


Borðuðum hádegismat á The Elephant sem er æðislegur staður og ég fylltist sjúklegum hönnunarinnblæstri þar!







 Ótrúlega næs og góður staður. 



Þetta krútt var fyrir utan að brasa með bjölluna sína, en hann var að stjórna badmintonleik. Fékk sting í Emilshjartað mitt sem ég sakna alveg svakalega. Get ekki beðið eftir að koma aftur hingað með krakkana. 



Gaf þessum mæðgum pening í dag, enda ég milljónamæringur hér á Bali og ætla bara að vera það áfram. 


Enduðum svo daginn á veitingastað sem heitir Copper og er á mjög flottu hóteli hér í götunni.




Rækjusomþíng. 



Sólsetur á svölunum í 30 stiga hita. Þarf engin orð meðessu. 

Þó svo að myndir segi meira en 100 orð þá segir snappið meira en 1000 orð. Mæli með því að adda mér þar ef þið viljið sjá þetta á þann hátt - krissa76.




No comments:

Post a Comment