Monday, March 4, 2013

Ég heiti Kristborg Bóel og ég er stólaperri


Sat námskeið á Hótel Sögu í morgun þar sem ég kom út réttindunum ríkari til þess að leggja fyrir áhugasviðskönnunina Bendil í náms- og starfsráðgjöf. 



Allt saman gasalega lekker og mér fannst ég kominn í háksólann á ný...



Eftir andvökunótt í mínu eigin boði var þetta afar kærkomin sjón. Expressó takk, tvöfaldan...



Ummm, ég er tilbúin...



Um tíu leytið var ég gersamlega að örmagnast úr hugri. Og viti menn - frammi biðu okkar þessar dásamlegu samlokur. Ég tróð tveimur í andlitið á mér án þess að nokkur tæki eftir. Á mettíma. 



Það sem vakti þó mesta kátínu mína í dag, var ekki námskeiðið - þó svo það væri bæði mjög fróðlegt og nauðsynlegt fyrir mig. Nei, hönnunarperrinn í mér fékk óvænta útrás! 

Þegar ég kom fyrst inn sá ég þessa stóla og ætlaði varla að hafa mig rá þeimf. Langaði bara að hlamma mér í þá, eins og Gullbrá! Fannst þeir einhvernvegin þannig, rauðir og mjúkir eins og stóllinn hans bangsapabba...



Ekki tók nú verra við þegar ég kom upp á aðra hæð, á áfangastað. Haldiði að það hafi ekki blasað við mér fjöldi Svana eftir Arne Jacobsen vin minn. Vá hvað ég gæfi fyrir að eiga aðeins einn þeirra.  Stoppaði og strauk þeim aðeins, svo fallegir...



...nei hættu nú! Hættu nú! Eftir að hafa slitið mig burt frá syngjandi svönunum datt ég nánast um uppáhalds stólinn minn í allri veröldinni, Eggið hann Arne. Ég varð máttlaus í hjánum. Gersamlega. Þegar ég verð stór verður eitt þeirra mitt, koníakslitað eins og Laxness átti. 







1 comment:

  1. Eggið og Svanurinn er faaab! ekki langt í það að ég stofni bankareikning hjá Sigga og skýri hann Stóll einungis fyrir peninga sem eiga að fara í stóla :))
    -Selma

    ReplyDelete