Annað slagið tek ég rassíu á Pinterest-síðunni minni. Annað slagið bara, en þá er allt eins líklegt að ég sé utan þjónustusvæðis það kvöldið. Eins og í kvöld. Vildi bara svo blessunarlega vel til að ég var alein heima, fyrir utan hrjótandi ungviðið.
Ó, Pinterest er svo skemmtilegur heimur. Akkúrat fyrir mig. Leita aðallega að innanhúss-allskonar. Laðast einstaklega að öllu sem tengist uppsetningu ljósmynda. Veit ekki hvað ég er búin að "pinna" margar hugmyndir að ljósmyndaveggjum.
Hér eru fimm skemmtilegar hugmyndir sem tengjast ljósmyndum
Skemmtileg hugmynd að mynda upphafsstaf barnsins með ljósmyndum af því sjálfu.
Finnst þessi hugmynd alveg einstaklega falleg. Kannski lumar þú á gömlum glugga inni í bílskúr sem getur öðlast hlutverk á ný?
Stórafmæli í nánd? Mamma mín fagnar sínum sjötugasta afmælisdegi nú í febrúar. Mikið væri gaman að útfæra þessa hugmynd fyrir ofan veisluborðið.
Finnst þetta alltaf frábær hugmynd. Að setja mynd af stórum degi í okkar lífi ofan á texta úr blöðunum þann dag. Þarf ekki endilega að tengjast brúðkaupi - alveg eins stórafmæli eða barnsfæðingu.
Hvet ykkur til þess að gera meira úr myndunum ykkar en að geyma þær í tölvunni þar sem engir fá að njóta þeirra.
No comments:
Post a Comment