Wednesday, February 4, 2015

Taskan mín

Var að drífa mig í vinkvennakaffi í dag. Strunsaði um og henti niður í tösku. Ekki þá til að flytjast búferlum eins og auðveldlega hefði mátt halda - heldur aðeins fyrir klukkutíma í þarnæsta húsi. 

Gat ekki annað en brosað þegar ég áttaði mig á samsafninu. Hef einmitt oft lesið færslur um fagurt og spennandi innihald handtaska kvenfólks. Seint verður sagt að mitt innihald sé spennandi. Fannst pökkunin það kómísk að hún ætti færslu skilda. Svolítið eins og hjá Trendsetternum. 


Svartholið

Aldrei slíku vant tróð ég snyrtiveskinu mínu ofan í tösku því ég ætlaði að fá Viggu vinkonu mína til þess að plokka villtar augabrúnir mínar. Ekkert varð af því þar sem við töluðum yfir okkur. 

Eins og ég sagði í færslunni um áform ársins var eitt þeirra að enduruppfæra snyrtiveskið. Glögglega má sjá að það inniheldur allra helst vörur sem eru við það að klárast sem og Hello Kitty gloss sem ég stal frá dóttur minni. 


Staðalbúnaður í ferðum milli húsa með Emil; Samfellur og aldrei minna en fimm slefsmekkir. Ég hef aldrei vitað annað eins munnvatnsflæði hjá nokkru barni. 

Einnig nokkrar bleiur og tilbehör. Til dæmis rassakremið sem ég bar á ennið á barninu forðum daga og greindi frá í þessari færslu hér



Menn geta þurft að næra sig á ólíklegustu tímum þegar menn eru átta mánaða. Hér má sérútbúið "sebramauk" ala ég sjálf sem barnið vildi alls ekki sjá. Ó mig auma. 


Elsku bestu gleraugun mín, sem ég fjallaði um hér. Almáttugur hvað ég er skotin í þeim. Finnst ég bara ekki sjá rass í bala án þeirra þessa dagana. 


Upp úr "svartholinu" kom bæklingur frá Skotgöngu. Inga og Snorri, vinir okkar í Glasgow eiga og reka ferðaþjónustu í Skotlandi sem sérhæfir sig í gönguferðum fyrir hresst fólk á öllum aldri. 

Þau eru að gera mjög góða hluti og eru sjálf algerlega frábær, þannig ég hvet alla sem langar að ganga í fallegu umhverfi að athuga þennan kost. Sjálf getum við Gísli ekki beðið eftir að komast í ferð. 


Auðvitað. Síminn er fínn en kortið inniheldur sirka 250 krónur. 


Semsagt. Hefðbundin miðvikudagsfarangur í B10.

No comments:

Post a Comment