Friday, February 12, 2016

Dagur ellefu á Bali - Rigning á ströndinni

Kvaddi elsku Ubud í morgun og hélt í strandbæinn Seminyak þar sem ég ætla að verja tveimur síðustu sólarhringunum mínum hér á Bali. Hér eru nokkrar myndir síðan í gær.


Díngadíngadong, ég skil ekki orð af því sem þú ert að segja!




Vegabréf með permanent



Ósk "skutlaði mér" til Seminyak og við komum við á besta kaffihúsinu í Ubud í leiðinni. Svo fór þessi elska aftur heim til Ubud og ég er ekki frá því að ég sakni hennar bara heilan helling!



Love is in the air...

Hér hefur hins vegar ringt í allan dag og ég er ekki að nokkrum líkindum að fara að sjá hið magnaða Bali-sólsetur í kvöld. Bara á morgun.

Ákvað að gera þó bara gott úr þessu öllu saman og byrjaði á því að fara í nudd hér á hótelinu um leið og ég var búin að tékk mig inn.

Heilar 900 krónur, klukkutíma heilnudd með fótabaði og kanil-tei á undan og eftir. Ó. Mæ. God. Þetta nudd hérna, mig langar helst til þess að taka eina stelpu með mér heim. Pantaði mér aftur í fyrramálið og líka "hinn" - meira að segja nudd og heilskrúbb á morgun!

Gat ekk i látið daginn líða án þess að fara niður á strönd, með eða án rigningar. Fékk því lánaða regnhlíf í lobbíinu, eða nei, þær voru allar "farnar út" þannig að ég grenjaði út slíka hjá öryggisvörðunum.

Strönd. Get ekki lýst því hvernig mér líður við að komast þangað. Það er eitthvað sem hefur allaf veirð í mér, einhver óútskýrð vellíðan og orka sem ég fæ þegar ég er nálægt sjó og þá helst á á svona stað þar sem ég get labbað berfætt í flæðamálinu.

Það er ég. Berfætt. Alltaf. Það vita allir sem þekkja mig eitthvað. Anda með tánum og fæ innilokunarkennd í sokkum. Og að fá tækifæri til þess að labba ferfætt niðri við sjó, það er einhverskonar fullkomnun fyrir mig.







Já. Varðandi tanið. Ég kem heim algerlega eins skíthvít og ég fór, hef einfaldlega verið að gera allt annað en að liggja í sólbaði. Segi það nú ekki, er með svona sí-munstrað lúkk á axlasvæðinu, svolítið eins og lopapeysa. Þar má sjá eftirfarandi för, hvert ofan í öðru í mismunandi litbrigðum.

- bikinifar
- töskufar, semsagt farið á hægri öxlinni er miklu breiðara en það á þeirri vinstri
- hlírabolafar
- stuttermabolafar

Jú, mér finnst þetta brjálæðislega smart. Svona ef einhver spyr. Sagði enginn, aldrei.

Bali er ekki land til að versla í og ég er bara búin að finna eitthvað smá handa "stóru krökkunum" mínum, en ekkert handa Emil. Ekki nema tjullpils sem ég var hársbreidd frá því að kaupa.

Verð líklega "að neyðast" til þess að fara eitthvað í verslunarferð í haust, enda krakkinn með öllu orðinn fatalaus. Já, þá er það ákveðið!

P.s. Sorrý kids, ég næ ekki að hlaða inn snappi dagsins, netið á hótelinu er í einhverrju mótþróaþrjóskuröskunarkasti. Kannski á morgun.


5 comments:

  1. Hóst hóst...fatalausi krakkinn...hóst. En auðvitað ferðu í aðra ferð í haust:)

    ReplyDelete
  2. Hóst hóst...fatalausi krakkinn...hóst. En auðvitað ferðu í aðra ferð í haust:)

    ReplyDelete
  3. Ahhh, já - vá ég var búin að gleyma þessu, enda þann dag í spennumóki miklu! En, já önnur ferð myndi engann drepa!

    ReplyDelete
  4. Ahhh, já - vá ég var búin að gleyma þessu, enda þann dag í spennumóki miklu! En, já önnur ferð myndi engann drepa!

    ReplyDelete
  5. Ahhh, já - vá ég var búin að gleyma þessu, enda þann dag í spennumóki miklu! En, já önnur ferð myndi engann drepa!

    ReplyDelete