Er búin að eiga hálf undarlegan dag. Byrjaði á því að rífa mig upp fyrir allar aldir á mínum mælikvarða hér á Bali, þar sem ég átti fund við Sandeh Vallesi, ítalska Tarrotspákonu. Ég kunni ekki við að spyrja hvort ég mætti taka mynd af henni, en hún er með grátt sítt hár og rímar vel við þá mynd sem maður hefur af slíkri.
Ég átti algerlega ótrúlegan klukkutíma með henni. Þessi tími, ásamt skólanum og samveru minni með Ósk hefur komið ansi mörgum bitum af pússlinu á rétta staði.
White-Lotus, heimili Sandeh.
Þrátt fyrir algerlega magnaða og jákvæða spá mér til handa varð ég algert síli eftir tímann, þetta var bara of mikið eitthvað.
Ætlaði á stóran markað hér í hverfinu sem ég var ekki búin að koma á, nema rétt að kíkja við, en mig lagnaði það einfaldlega ekki í dag.
Fór bara heim, lagðist niður og lét hugann reika. Fann tárin renna niður kinnarnar án þess að vita endilega af hverju. Þetta hefur bara verið svo "stór tími" fyrir mig að öllu leyti síðustu daga.
Gerði mest lítið annað í dag. Kvaddi vini mína á Burger og í kjörbúðinni. Þurfti að sitja fyrir á allavega 15 myndum með þeim. Spurðu mig svo hvenær ég kæmi aftur, bara svona eins og þetta væri fyrir mig að fara til Akureyrar. Ég svaraði bara "fljótlega" - bara eins hjarta mitt segir til um.
Fékk svo loksins persónulega verndargripinn minn í hendurnar í dag, eða Personal Mala eftir Susanna Nova eins og ég sagði frá í þessari færslu hér.
Verð að segja ykkur frá einni lítilli sögu varðandi þetta. Eins og segir í færslunni þar sem ég greindi frá tímanum hjá Susanna þá bjó hún hálsmenið mitt til út frá hugleiðslu sem hún fór með mig í og spurði mig allskonar spurninga á leiðinni.
Ég semsagt sá mig fyrir mig í garðinum hjá ömmu Jóhönnu, fullum af appelsínugulum eldliljum. Þess vegna voru glerperlurnar sem hún ætlaði að gera mitt Mala úr, appelsínugular.
Á leiðinni heim frá Susanna var ég að segja Ósk frá þessu, að þessi sýn hefði bara komið til mín, en ég væri svo hissa með þennan appelsínugul lit sem ég hefði verið að persentera, því það væri svo sannarlega ekki minn litur. En, ég ákvað að vera sönn hugleiðslunni og vera ekkert að pæla í því meir, þetta hefði verið sú saga sem hefði komið til mín.
Um kvöldið kallar Ósk í mig og segir mér að það sé komið upp "skemmtilegt vandamál" - að Susanna hefði haft samband við sig, alveg miður sín því að hún geti ekki fengið svo mikið af appelsínugulum perlum!
Við gátum ekkert gert nema horft á hvor aðra og spurngið úr hlátri, eftir umræðu dagsins, þannig að þetta bara leystist af sjálfu sér.
Ég valdi því hvítu glerperlurnar en við héldum appelsínugula grunninum með bandinu sem Mala er hnýtt saman með og hann truflar mig ekkert þar.
Ég er engin skartgripkona. Ég meina stelpa. Engin og geng aldrei með neitt. Hefur reyndar dreymt um eitt ákveðið hálsmen í mörg ár en ekki látið verða af því að fá mér það, en það er þetta hér.
Annars langar mig bara ekki í neitt. Nema þetta frá Susanna, það er allt annað - það er mitt. Bara mitt.
Love it!
No comments:
Post a Comment