Thursday, February 4, 2016

Dagur þrjú á Bali - apagarðurinn, kjarnakonur og non-tanorexía

Við stöllur röltum niður í apagarð í dag og sáum ýmislegt í þeim göngutúr. 



Þessar konur eru að færa fórn og þarna er sennilega verið að vígja eitthvað nýtt, eins og annað hvort bíl eða eitthvað í tengslum við húsið. Þetta var mikil serimonía. 





Gatan okkar. 



Þessir voru alveg til í að láta taka mynd af sér og báðu um aðra þegar ég var búin að taka þessa. 



Þessir voru hressir og ég tók lagið Whats Going On' by 4 Non Blondes.




Morgunverkin í sjöppunni svona rétt fyrir opnun. 



Hænsnabú. 



Meiri sorinn í miðbænum!



Frændi minn. 



Helvítis lúsin!



Í apagarðinum er þessi helgi lækur sem bæjarbúar baða sig í ef mikið liggur við. 



Á engin orð til þess að lýsa þessari yndislegu stórfjölskyldu. #freethenipples



Stukkum inn í búð til þess að kaupa okkur eitthvað að drekka eftir apagarðinn, en þar fékkst þessi fíni Vodki. 



Er með voða mikið "ryk í augunum" þessa dagana og fór nánast að grenja yfir fegurð heimsins þegar við borðuðum úti á þessum hrísgrjónaakri í hádeginu. 



Ó jesús!



Og María. 



Allt eðlilegt við þetta - fjölskylda á leið í serimóníu í fullum skrúða. 



Algeng sjón, veitingahús á hjólum. 



Konungshöllin í dag. 




Hér eru engin helvítis kvenréttindi í gangi. 



Tanorexían sem er að ganga á Íslandi hefur ekki náð hingað, þó síður væri. Varla hægt að kaupa sér nein krem án hvíttunareffekta. 



Kaupmennirnir okkar á horninu segja að það borgi sig ekki að hætta að reykja, hér kostar pakkinn 200 kall íslenskar. 

1 comment:

  1. mikið hrikalega er gaman að fylgjast með þér þarna á Bali... skemmtilegar frásagnir og myndirnar æði! Gangi þér allt í haginn og njóttu lífsins, átt það svo innilega skilið :) Kveðja frá Reyðarfirði :)

    ReplyDelete