Var að enda við að borða grískt fetaostasalat. Það kostaði mig heilar 400 krónur. Yfirleitt borga ég um 1000 krónur fyrir að fara út að borða, þá með aðalrétti, eftirrétti og kaffi. Maturinn er almennt mjög góður en mig langar að fara að prófa meira balískan mat sem ég hef meðvitað aðeins beðið með því hann er mjög sterkur.
Ég á einstaklega erfitt með svefn á þessum framandi slóðum og festi aðeins svefn frá miðnætti ti þrjú. Ég kenni flugþreytu, íslensku líkamsklukkunni sem er á skjön við þá balísku, sem og almennri spennu fyrir lífinu um þessa sí-andvöku sem fer alveg að koma sér illa.
Ég fór semsagt á fætur klukkan þrjú í nótt. Var komin út á svalir klukkan sex og horfði á daginn breiðast yfir. Hanagal, ýmiskonar fuglahljóð, í bland við froska og engisprettur.
Konurnar ganga um hverfið við sólarupprás með þessar fórnir sem settar eru mörgum, mismunandi stöðum og eiga að tryggja öryggi íbúanna.
Inni heima - skólinn minn líka. Heimavistarskóli.
Sundlaugin okkar sem ég hef ekki enn prófað vegna anna og rigninga.
Ég horfði á smiðina byrja að byggja húsið sem er að rísa í bakgarðinum hjá mér. Á konuna í hverfinu sem gengur um klukkan sjö á morgnana með reykelsi og fórnir sem eiga að vernda umhverfið. Á konu sem fór út með barnið sitt bundið um sig því hér á Bali er bannað að keyra börn í kerru fyrir tveggja ára aldur, heldur á að halda á þeim vinstra megin, við hjartastað, þar til þau hafa náð tengingu og eru orðin nægilega sterk.
Klukkan níu vorum við mættar í jóga hjá miklum jógagúrú hér í bænum. Þar er hvert pláss setið og alltaf biðlisti.
Fyrir framan jógastöðina.
Á leiðinni inn í stöðina.
Gúrúinn.
Tíminn sjálfur var um ein og hálf klukkustund með slökun þar sem ég steinsofnaði. Eftir hvern tíma er boðið upp á papaja og rótsterkt te.
Papaja og te eftir jóga.
Þessi á heima í þessu "húsi".
Balísku buxurnar mínar.
Sorrý memmig - það eina sem gengur upp hér er að vera Mía.
Það var rigningardagur og við Ósk höfðum það kósý á kaffihúsi og heima í skólanum. Það er svo marg spennandi framundan sem ég get ekki beðið eftir að segja ykkur.
Staðan á mér er þannig að ég er eiginlega hálf grenjandi úr gleði og undrun yfir lífinu alla daga, allan daginn. Hamingjan er hér.
No comments:
Post a Comment