Það eru allir á hjólum hvert sem litið er - oftar en ekki fleiri en tveir og þrír saman.
Innbakaður fetaostur í forrétt.
Veitingastaður dagsins.
Dvergvaxna Applebúðin.
Balískir peningar. Til þess að finna út hvað þeir eru í íslenskum er gott ráð að setja puttann yfir tvö síðustu núllin.
Á leiðinni heim fórum við í búð sem selur balískan fatnað og ég keypti mér kósýbuxur á 500 kall. Einnig fórum við fram hjá Applebúðinni í bænum sem er ekki stærri en rúmið mitt.
Á eftir að fjárfesta í Sarong, en það er bara ekkert sérlega auðvelt að velja.
Þegar við komum að götunni okkar var skóladagurinn að klárast, en börnin eru á leið í jólafrí þar sem jólin hér eru hér 10-12 febrúar.
Gatan okkar, JL. Bisma, besta gatan í bænum segir Ósk.
Ósk og bílstjórinn okkar.
Göngustígurinn frá götunni og upp að húsinu okkar.
Húsið okkar. Blöðin á bananatrénu gægjast inn á myndina.
Eðlan sem býr á klósettinu.
Endaði daginn í skólanum við eldhúsborðið "heima". Á morgun munum við byrja daginn á tveggja tíma jógatíma út í bæ. Lífið er næs.
En, nú er kominn háttatími. Terima kasih (takk fyrir) og góða nótt.
Gaman að sjá myndirnar, þetta minnir mig á Japansárin mín. Litríkt og fallegt.
ReplyDeleteHér er bara frost, svo njóttu þess að ganga um í opnum skóm og verja deginum í jóga.
bara dásamlegt.. hlakka til fleiri mynda og frásagna af dvölinni þarna í Bali.... knúsaðu Guðmundu gekko / Guðmund Gekko fyrir mig...
ReplyDeleteGG varð svo mikið um djöfulganginn í mér í gær að hann hefur ekki sést síðan.
Delete