Wednesday, March 6, 2013

Bókakaffi er uppáhalds

Ég elska bókakaffi. Bækur og gott kaffi - samasem himnaríki. Ég fer alltaf á svoleiðis þegar ég er í Reykjavík. Helst ein, veit það hljómar nördalega, en það er best. Þá get ég einhvernvegin verið inní mér og notið. Æ, þið skiljið. Ég er búin að finna mitt uppáhalds, en það er Eymundsson Skólavörðustíg, á móti Vegamótum - sem einnig er uppáhalds!



Ef eg myndi nenna að stofna fyrirtæki, þá væri það bókakaffi. Helst með vinnuaðstöðu fyrir listamenn á kantinum. Vá hvað það væri næs. Trönur, málningarslettur og terpentína. Bækur, blöð, gott kaffi, fólk að grúska, lesa, hitta vini og hafa það kósý. Svo dásamlega mikill friður en samt allt iðandi af lífi. Svo mikið næs. 

Ég kom einmitt við á Skóló í gær eftir námskeiðið, awww...



Tvær fyrir 2400. Mig langaði allavega í 20 þannig að ég sleppti því alfarið!



En ekki þessum.




Vantaði einhvern lítill til þess að setjast á Múnínmömmu, en eins og margir vita er ég með algert Múnínblæti. En í baksýn má sjá VITRA Eames DSW stól sem mér finnst alltaf voða, voða fallegur. Hérlendis fást þeir í það minnsta í Pennanum...



...er líka með blæti fyrir Einari Áskeli. Alvarlegt. Frekar alvarlegt bara. Man hvað ég gat skoðað bækurnar í spað þegar ég var lítil, þá aðallega myndirnar. Fannst þær alveg dásamlegar og finnast inn. Ótrúlega einfaldar á móti nákvæmum ljósmyndum sem gerðu myndirnar svo ævintýralegar. Skothelt kombó. 




Rakst á ljósmymdabókina ICELAND small word eftir Sigurgeir Sigurgeirsson. Ahh, skaut mér um stund aftur til sumarsins þegar ég heimsótti Hofsós og sá þetta skemmtilega litla hús sem er á forsíðunni. P.s sundlaugin á Hofsósi er æði! Mæli meðenni...



Umm, væri til í að eiga þessar í safninu!



Fallegt. Það er eitthvað svo fallegt við hnetti. Líka stór heimskort. Lovit!



Svo eru það blöðin. Jeiii! Þar ræð ég varla við mig. Sjáið þetta krakkar! Úff ef ég væri strákur væri ég með brjálaðan bóner af æsingi. Best í heimi að taka með sér bunka á borðið sitt, það gerði ég...



Valdi þessi. Var í stuði fyrir hönnunarpælingar, ekki í fyrsta skipti...


...og þennan.Venjulegan svartan með áfyllingu. Var líka í stuði fyrir það. Ekki heldur í fyrsta skipti. Allt þetta var uppskrift af dásamlegum seinniparti í borginni!

1 comment:

  1. Þetta er eins og klippt út úr mínum óskadegi í miðbænum, a.m.k. 90%. Setti meira að segja mynd af þessu sama húsi á Hofsósi á bloggið mitt í hittifyrra, eftir að hafa dáðst að því hversu ósamstæðir íbúar þessa litla tvíbýlis hafa verið og jafnvel skáldað upp í huganum samræður þeirra þegar viðhaldsverkefnin stóðu fyrir dyrum.
    Tvíbbasálir...
    Knús úr Rima númer 6 :-)

    ReplyDelete