Sunday, March 10, 2013

Hagsýna húsmóðirin kynnir

Að mínu mati er alger óþarfi að eiga bæði samlokugrill og vöfflujárn. Ég á bara vöfflujárn og það þjónar hvoru tveggja afar vel, þ.e. vöfflu- og samlokugerð. Finnst vöfflusamlokurnar betri ef eitthvað er. Amma Jóhanna myndi þó líklega snúa sér við í gröfinni ef hún myndi frétta þetta því óttaleg helgiheit ríktu alltaf bæði yfir vöfflujárninu og pönnukökupönnunni á því heimili.


Myndin nær ekki að lýsa því hve ótrúlega girnileg þessi samloka var, en hún var það - alveg rosa góð. Svo þegar járnið er orðið kalt, þá bara strjúka ostinn af og volla, allt klárt fyrir vöfflubakstur í kaffinu!



Ekki undir nokkrum kringumstæðum henda öllum pappír í græna gáminn. Það er vissulega skárra að setja hann þangað heldur en í almennu tunnuna, en tékkið á hvort ekki leynist eitthvað fallegt í bunkanum. Ég kaupi aldrei gjafapappír, nema fyrir jólin. Ég pakka alltaf bara inn í það sem mér er fært í póstkassann hverju sinni. Þar leynist allskonar lekkerheit, ég sverða. Dóttlan var að fara í afmæli um helgina og fór með þennan hér að ofan. IKEA er alltaf vinsæll, það eru svo fallegir litir í honum. Svo fann ég afganginn af léttlopanum sem ég prjónaði úr í vetur og þessa líka fínu Doddabjöllu, sem ég hef einhverntíman keypt og talið mig hafa sérstaklega mikil not fyrir! 


Elsku, safnið þig þessu skemmtilega og geymið til þess að pakka inn. Líka allskonar böndum, blúndum, efnum, litlum kössum og jafnvel bjöllum eða öðrum furðulegheitum. Bæði er svo skapandi að pakka svona inn og öugglega gaman að fá pakka sem er öðruvísi en allir hinir...

No comments:

Post a Comment