Fór í búðina í dag, sem er ekki í nokkrar frásögur færandi. Keypti í kvöldmatinn og fleira, allt samkvæmt áætlun, þ.e. miðanum. Eitt slapp þó í geng, án þess að vera þar. Ég varð svo tryllingslega glöð að sjá vöruna að ég nánast faðmaði að mér verslunarstjórann. Nei djók. Um er að ræða mysuost sem á að skera með ostaskera, eitthvað sem ég borðaði í bílförmum hjá ömmu þegar ég var lítil. Án umhugsunar henti ég honum í körfuna og brunaði heim og gleymdi þar af leiðandi 30% atriða sem ég ætlaði að kaupa!
Sjáið hvað þetta er fallegt, eins og listaverk!
...og jafnvel enn betri en hann er fallegur! Ristað brauð, neskvikk og mysuostur.
Finnst hann samt bara bestur einn og sér. Ef ég fæ ristilkrampa í kvöld þá veit ég hverju er um að kenna.
Þorði ekki að treysta á að gleði mín næði til smáfólksins og henti því í múffur í leiðinni. Sjaldan falla eplin langt frá eikinni en þau nánast kláruðu deigið áður en það náði í ofninn. Skil þau fullkomlega þar sem ég hef alltaf troðið í mig deigi af öllu tagi, sérstaklega kleinudeigi, náði alltaf að stinga undan ótrúlegu magni þegar við amma vorum að baka. Ummmm...
Múffurnar voru líka fínar, með mysuosti!
No comments:
Post a Comment