Fletti blaðinu yfir kaffibollanum. Þar rakst ég á þessi "gömlu og gildu" húsráð. Alltaf skemmtileg og gangleg, sérstaklega ef ég myndi muna að nota þetta einhverntíman þegar viðlíka kemur uppá!
Tyggjó í hári: Ef tyggjóklessa lendir í hári er bott að bera olíu í klessuna og nudda með fingrunum í dágóða stund. Með því móti ættir þú að sleppa við að klippa tyggjóið úr.
* Þetta hefði verið gott að vita daginn sem Þór og Bríet festu HúbbaBúbbaslummu í hausnum á sér sama daginn hér um árið.
Fullkomnar ostsneiðar: Gott er að þrífa ekki ostaskerann eftir hverja notkun því þá festist osturinn ekki við og þannig færð þú flottar sneiðar.
* Ókei. Ég á pínu erfitt með þetta þar sem öll áhöld fara átómatískt í uppþvottavélina eftir notkun. Sé að Gísli gerir þetta, obbvíuslí vel upp alinn og með öll gömlu húsráðin á tæru! Þessi elska.
Vond lykt úr ísskáp: Látið 2-3 matskeiðar af matarsóda standa í opnu íláti í ísskápnum í sólarhring. Síðan er strokið úr ísskápnummeð tusku sem búið er að væta með ediki.
* Einmitt. Matarsódi er til svo margs brúks, eins og má sjá í þessari færslu hér. Ég er líka á leiðinni að gera aðra tilraun með sódann sem verður að sjálfsögðu greint frá hér fljótlega.
Rauðvínsblettir: Einhversstaðar er það skrifað að besta ráðið til þess að losna við litinn sem rauðvín skilur eftir sig sé að hella hvítvíni á blettinn. Einnig er ráð að hella kartöflumjöli yfir blettinn á meðann hann er blautur og þrífa með vatni á eftir. Að rífa blettinn með sódavatni stendur líka alltaf fyrir sínu.
* Ekkert ofangreint hef ég prófað. Hins vegar hef ég notað salt og það virkar - maður bókstaflega horfir á saltið draga í sig blettinn og volla. Allt eins og nýtt. Verð greinilega að fara að drekka meira til þess að prófa þetta allt saman, ekki get ég verið að ráðleggja eitthvað út í loftið bara! Skál!
Að skera lauk: Flestir kannast við táraflóðið sem fygir því að skera lauk. Skellu lauknum í frysti í 15 mínútur áður en hann er skorinn. Þannig ættir þú algerla að sleppa við táraflóðið sem fylgir skurðinum.
* Já. Ég á reyndar ekki við þetta vandamál að etja. Ekki það, ég er óttaleg grenjuskjóða en sé ekkert sorglegt við þennan atburð. En, endilega prófið þetta ef þið viljið leggja sundgleraugunum.
Táfýla: Er táfýlan að fara með þig? Ef svo er þá er gott að setja skóna sem lykta í frysti yfir nótt - þannig drepast bakteríurnar sem valda óþefnum.
* Táfýla? Það er bara af því þið eruð alltaf í sokkum! Feis!
No comments:
Post a Comment