Takk.
Er nú hlaðin ráðum og jákvæðum straumum, en mér bárust vel á annaðhundruð athugasemdir og skilaboð frá mæðrum í tengslum við greinina Vanhæf móðir - en það sýnir bersýnilega að umræðan er þörf!
Fæstar þeirra þekki ég, en allar höfðu þær lent í svipaðri aðstöðu - svefnleysi ungabarna og afleiðingum þess. Ég er þeim afar þakklát fyrir að gefa sér tíma til þess að lesa og deila með mér sinni reynslu og hugmyndum til úrbóta.
Ýmsar tilgátur voru settar fram um óværð Emils, svo sem bakflæði, járnskortur og orkuspenna í íbúðinni. Flest vötn runnu þó til mjólkuróþols og mjög margar reynslusögur greindu frá óværum börnum sem lagast höfðu á örfáum dögum eftir að allri kúamjólk var kippt úr fæðu þeirra.
Margar kvennanna lýstu alvarlegum afleiðingum svefnleysis og ofþreytu - afleiðingum sem geta hæglega haft skaðleg áhrif á heilsuna.
Ein þeirra sagði; "Ég held það sé allt of algengt að mæður missi heilsuna af álagi og ég tel því mjög mikilvægt að tala opinskátt um þessi mál. Ég finn mikla samkennd með þér þar sem ég átti tvíbura fyrir rúmum 17 árum. Ég kláraði sjálfa mig algerlega og einkennin voru einmitt þau sem þú ert að lýsa. Ég uppskar algert skipbrot, slæma vefnagigt og síþreytu sem ég glími enn við í dag. Mitt ráð til þín er að þú fáir fleiri í lið með þér til þess að hugsa um gullmolann þinn svo þú haldir heilsu og fáir svefn. Langvarandi svefn- og hvíldarleysi er einfaldlega stórhættulegt.
Þú ert góð mamma að huga að þessu áður en þú siglir í algert strand, því ég komst á það stig (í stolti mínu að standa mig) að geta ekki sinnt börnunum þegar ég fékk mígrenisköst þar sem ég lamaðist öðru megin, missti málið og sjónin fór í klessu. auk höfuðverkja sem ég hélt að væru að drepa mig. Þetta reyndist vera áreynslumígreni. Svo elsku móðir, settu súrefnisgrimuna á þig svo þú getir verið til staðar."
Þó svo ofangreinda dæmið hafi verið það alvarlegasta sem mér barst voru því miður allt of mörg sem hljómuðu ekki vel - s.s um áfallastreitu og framlengingu fæðingarþunglyndis til margra ára.
Sjálf lenti ég í atviki síðsumars sem ég hef mikið velt vöngum yfir og ætla ég að deila því með ykkur.
Ég hef barist við kvíðafjanda í mörg ár og upplifði mitt fyrsta kvíðakast fyrir fjórum árum. Ég fór grandalaus að sofa en vaknaði um miðja nótt og hélt ég væri að fá hjartaáfall. Ég lá í rúminu þung eins og blý og fannst eins og ísvatni væri sprautað í hverja æð í líkama mínum. Ég varð dofin í höndunum. Hjartslátturinn var svo hraður og hávær að hann bergmálaði í hausnum á mér eins og kirkjuklukka. Ég átti erfitt með að anda og hélt hreinlega að ég myndi kafna. Orkaði ekki að leita að símanum mínum til þess að hringja í 112 og segja þeim að ég væri að deyja. Staulaðist fram og út á svalir til þess að freista þess að ná andanum. Leit í spegil á leiðinni og dauðbrá - en ég var myntugrængrá í framan.
Sagan endurtók sig svo núna í ágúst, þegar Emil var tæplega þriggja mánaða.
Ég var samviskusamlega látin fylla út þunglyndispróf þegar ég mætti með barnið í mæðraskoðanir, bara svona eins og lög gera ráð fyrir. Það fyrsta þegar hann var sex vikna. Í ljós kom að ég skoraði óþarflega hátt og dansaði á línunni með að vera með fæðingarþunglyndi. Prófin versnuðu heldur í hvert skipti. Í ofanálag bættist svefnleysið. Hjúkkan var yndisleg og tók mig í auka viðtal og sagði mér að ég gæti hringt í sig hvenær sem væri, liði mér illa.
Það var svo einn ágústmorgun þegar barnsfaðir minn var staddur í Reykjavík að mitt annað kast helltist yfir mig. Bara sísvona. Í rauninni þakka ég Guði fyrir að hafa upplifað þetta áður þar sem ég áttaði mig betur á því hvað var að gerast og náði einhverri stjórn.
Það var þó eins og við manninn mælt. Ég varð máttlaus, full af ísvatni, hjartslátturinn rauk upp og ég þurfti út á svalir til þess að ná andanum. Inni lá kornabarnið mitt í vöggunni. Ég þorði ekki að vera ein og hringdi grátandi í hjúkkuna sem kom að vörmu spori. Engill í mannsmynd. Sat hjá mér, bíaði mig og náði mér niður. Hossaði Emil inn á milli. Sagði svo að hún vildi að ég hitti lækni, en það vildi svo til að nóg væri af lausum tímum þennan dag, sem er harla óvanalegt. Bað mig að fara til vinkonu minnar meðan hún færi niður á stöð og útvegaði mér tíma, hún vildi ekki að ég væri ein heima með barnið í mínu ástandi. Hún myndi svo hringja eftir smá og boða mig, vonandi bara fljótlega.
Sem og hún gerði. Hringdi og sagðist miður sín yfir þvi því að hafa lofað læknatíma upp í ermina á sér, en læknirinn vildi ekki hitta mig. Ég hváði og spurði hvort það væri þá ekkert laust. Jú, það var ekki málið, læknirinn vildi bara ekki sjá mig - gæti hvort sem er ekkert gert fyrir mig, nema segja aftur allt það sem hún var búin að segja mér. Hún var gersamlega miður sín og bað mig um að vera í sambandi við sig eftir helgi.
Ég horfði sljóum, tárvotum augum á vinkonu mína og sagði henni tíðindin, að læknirinn vildi ekki hitta mig. Nýbakaða móður með fæðingarþunglyndi og í kvíðakasti. Hafði líklega eitthvað þarfara að gera.
Ég leitaði utan minnar heimabyggðar og komst fljótlega í samband við frábæran lækni sem hjálpaði mér og ég er á alveg þokkalega góðum stað í dag.
Það sem veldur mér þó frekara hugarangri eru allar þær sögur sem mér voru sendar sem hljóða allt of margar upp á sömu bókina - að konur upplifi ekki nægilegan stuðning innan heilbrigðiskerfisins eftir barnsburð.
Ein þeirra var á þessa leið; "Ég endaði með minn hjá svefnráðgjöfunum niður á Landspítala þegar hann var 10 mánaða. Ég var þaðan send beint niður á Hvíta band með bullandi fæðingarþunglyndi sem ég skrifa alfarið á svefnleysi - sem er jú versta pyntingaraðferð sem til er, eins og þú orðaðir það í færslunni þinni.
Ég man að læknirinn minn skildi bara ekkert í þessu væli í mér, barnið svæfi jú þegar ég labbaði með það í vagninum, gæti ég ekki bara hvílt mig þá?! Já hún sagði þetta í alvörunni! Ég starði bara á hana tómum augum, þar til hjúkkan sagði henni sem betur fer, að hún hefði nú aldrei getað keyrt vagn og sofið á sama tíma.
Fólk verður líka að átta sig á því að maður er ekki að biðja um vorkun eða sé vanþakklátur fyrir heilbrigða, lifandi barnið sitt - heldur aðeins skilning á að þetta er oft alveg drullu-helvíti-erfitt!"
Þetta er aðeins eitt dæmi af fjöl-fjölmörgum sem ég fékk send. Þar sem mæður spyrja sig - og mig- að því af hverju svo mikið kappsmál sé að gangast undir þunglyndisprófin í mæðraskoðun þegar lítið sem ekkert fari í gang í kjölfarið til þess að rétta þær af.
Flokkurinn "nýbakaðar mæður" er þó líklega ekki í verri málum en hver annar innan heilbrigðiskerfisins og sem betur fer í fæstum tilfellum upp á líf og dauða. Ég veit að tímarnir eru slæmir - læknar í verkfalli auk þess sem fæstir nýlæknar kjósa að starfa hérlendis vegna vinnuálags og lakra kjöra.
Finnst þetta svo ergilegt allt saman. Hvar endar þessi vitleysa?
Ísland, best í heimi?
Er nú hlaðin ráðum og jákvæðum straumum, en mér bárust vel á annaðhundruð athugasemdir og skilaboð frá mæðrum í tengslum við greinina Vanhæf móðir - en það sýnir bersýnilega að umræðan er þörf!
Fæstar þeirra þekki ég, en allar höfðu þær lent í svipaðri aðstöðu - svefnleysi ungabarna og afleiðingum þess. Ég er þeim afar þakklát fyrir að gefa sér tíma til þess að lesa og deila með mér sinni reynslu og hugmyndum til úrbóta.
Ýmsar tilgátur voru settar fram um óværð Emils, svo sem bakflæði, járnskortur og orkuspenna í íbúðinni. Flest vötn runnu þó til mjólkuróþols og mjög margar reynslusögur greindu frá óværum börnum sem lagast höfðu á örfáum dögum eftir að allri kúamjólk var kippt úr fæðu þeirra.
Litla undurfagra og óværa kraftaverkið mitt. |
Margar kvennanna lýstu alvarlegum afleiðingum svefnleysis og ofþreytu - afleiðingum sem geta hæglega haft skaðleg áhrif á heilsuna.
Ein þeirra sagði; "Ég held það sé allt of algengt að mæður missi heilsuna af álagi og ég tel því mjög mikilvægt að tala opinskátt um þessi mál. Ég finn mikla samkennd með þér þar sem ég átti tvíbura fyrir rúmum 17 árum. Ég kláraði sjálfa mig algerlega og einkennin voru einmitt þau sem þú ert að lýsa. Ég uppskar algert skipbrot, slæma vefnagigt og síþreytu sem ég glími enn við í dag. Mitt ráð til þín er að þú fáir fleiri í lið með þér til þess að hugsa um gullmolann þinn svo þú haldir heilsu og fáir svefn. Langvarandi svefn- og hvíldarleysi er einfaldlega stórhættulegt.
Þú ert góð mamma að huga að þessu áður en þú siglir í algert strand, því ég komst á það stig (í stolti mínu að standa mig) að geta ekki sinnt börnunum þegar ég fékk mígrenisköst þar sem ég lamaðist öðru megin, missti málið og sjónin fór í klessu. auk höfuðverkja sem ég hélt að væru að drepa mig. Þetta reyndist vera áreynslumígreni. Svo elsku móðir, settu súrefnisgrimuna á þig svo þú getir verið til staðar."
Þó svo ofangreinda dæmið hafi verið það alvarlegasta sem mér barst voru því miður allt of mörg sem hljómuðu ekki vel - s.s um áfallastreitu og framlengingu fæðingarþunglyndis til margra ára.
Emilstásur - þriggja vikna. Ljósm. Jónína Harpa. |
Sjálf lenti ég í atviki síðsumars sem ég hef mikið velt vöngum yfir og ætla ég að deila því með ykkur.
Ég hef barist við kvíðafjanda í mörg ár og upplifði mitt fyrsta kvíðakast fyrir fjórum árum. Ég fór grandalaus að sofa en vaknaði um miðja nótt og hélt ég væri að fá hjartaáfall. Ég lá í rúminu þung eins og blý og fannst eins og ísvatni væri sprautað í hverja æð í líkama mínum. Ég varð dofin í höndunum. Hjartslátturinn var svo hraður og hávær að hann bergmálaði í hausnum á mér eins og kirkjuklukka. Ég átti erfitt með að anda og hélt hreinlega að ég myndi kafna. Orkaði ekki að leita að símanum mínum til þess að hringja í 112 og segja þeim að ég væri að deyja. Staulaðist fram og út á svalir til þess að freista þess að ná andanum. Leit í spegil á leiðinni og dauðbrá - en ég var myntugrængrá í framan.
Sagan endurtók sig svo núna í ágúst, þegar Emil var tæplega þriggja mánaða.
Ég var samviskusamlega látin fylla út þunglyndispróf þegar ég mætti með barnið í mæðraskoðanir, bara svona eins og lög gera ráð fyrir. Það fyrsta þegar hann var sex vikna. Í ljós kom að ég skoraði óþarflega hátt og dansaði á línunni með að vera með fæðingarþunglyndi. Prófin versnuðu heldur í hvert skipti. Í ofanálag bættist svefnleysið. Hjúkkan var yndisleg og tók mig í auka viðtal og sagði mér að ég gæti hringt í sig hvenær sem væri, liði mér illa.
Það var svo einn ágústmorgun þegar barnsfaðir minn var staddur í Reykjavík að mitt annað kast helltist yfir mig. Bara sísvona. Í rauninni þakka ég Guði fyrir að hafa upplifað þetta áður þar sem ég áttaði mig betur á því hvað var að gerast og náði einhverri stjórn.
Það var þó eins og við manninn mælt. Ég varð máttlaus, full af ísvatni, hjartslátturinn rauk upp og ég þurfti út á svalir til þess að ná andanum. Inni lá kornabarnið mitt í vöggunni. Ég þorði ekki að vera ein og hringdi grátandi í hjúkkuna sem kom að vörmu spori. Engill í mannsmynd. Sat hjá mér, bíaði mig og náði mér niður. Hossaði Emil inn á milli. Sagði svo að hún vildi að ég hitti lækni, en það vildi svo til að nóg væri af lausum tímum þennan dag, sem er harla óvanalegt. Bað mig að fara til vinkonu minnar meðan hún færi niður á stöð og útvegaði mér tíma, hún vildi ekki að ég væri ein heima með barnið í mínu ástandi. Hún myndi svo hringja eftir smá og boða mig, vonandi bara fljótlega.
Sem og hún gerði. Hringdi og sagðist miður sín yfir þvi því að hafa lofað læknatíma upp í ermina á sér, en læknirinn vildi ekki hitta mig. Ég hváði og spurði hvort það væri þá ekkert laust. Jú, það var ekki málið, læknirinn vildi bara ekki sjá mig - gæti hvort sem er ekkert gert fyrir mig, nema segja aftur allt það sem hún var búin að segja mér. Hún var gersamlega miður sín og bað mig um að vera í sambandi við sig eftir helgi.
Ég horfði sljóum, tárvotum augum á vinkonu mína og sagði henni tíðindin, að læknirinn vildi ekki hitta mig. Nýbakaða móður með fæðingarþunglyndi og í kvíðakasti. Hafði líklega eitthvað þarfara að gera.
Ég leitaði utan minnar heimabyggðar og komst fljótlega í samband við frábæran lækni sem hjálpaði mér og ég er á alveg þokkalega góðum stað í dag.
Mæðgin. |
Það sem veldur mér þó frekara hugarangri eru allar þær sögur sem mér voru sendar sem hljóða allt of margar upp á sömu bókina - að konur upplifi ekki nægilegan stuðning innan heilbrigðiskerfisins eftir barnsburð.
Ég man að læknirinn minn skildi bara ekkert í þessu væli í mér, barnið svæfi jú þegar ég labbaði með það í vagninum, gæti ég ekki bara hvílt mig þá?! Já hún sagði þetta í alvörunni! Ég starði bara á hana tómum augum, þar til hjúkkan sagði henni sem betur fer, að hún hefði nú aldrei getað keyrt vagn og sofið á sama tíma.
Fólk verður líka að átta sig á því að maður er ekki að biðja um vorkun eða sé vanþakklátur fyrir heilbrigða, lifandi barnið sitt - heldur aðeins skilning á að þetta er oft alveg drullu-helvíti-erfitt!"
Þetta er aðeins eitt dæmi af fjöl-fjölmörgum sem ég fékk send. Þar sem mæður spyrja sig - og mig- að því af hverju svo mikið kappsmál sé að gangast undir þunglyndisprófin í mæðraskoðun þegar lítið sem ekkert fari í gang í kjölfarið til þess að rétta þær af.
Flokkurinn "nýbakaðar mæður" er þó líklega ekki í verri málum en hver annar innan heilbrigðiskerfisins og sem betur fer í fæstum tilfellum upp á líf og dauða. Ég veit að tímarnir eru slæmir - læknar í verkfalli auk þess sem fæstir nýlæknar kjósa að starfa hérlendis vegna vinnuálags og lakra kjöra.
Finnst þetta svo ergilegt allt saman. Hvar endar þessi vitleysa?
Ísland, best í heimi?