Túngata 5 á Reyðarfirði er okkar. Dásamlegt steinhús, byggt 1968.
Ferlið gekk mjög hratt fyrir sig en við skrifuðum undir síðastliðinn föstudag og flytjum á allra næstu dögum.
Sjálf er ég mikil áhugamanneskja um steinhús "á þessum aldri". Ætlum bara að mála okkur inn í bili, en það býður upp á frábæra framtíðarmöguleika.
Í augnablikinu er ég spenntust fyrir útisnúrunum og arninum í stofunni. Svo mikil lífsgæði að skoppa út í garð og hengja út. Einnig að liggja fyrir framan arininn og lesa góða bók.
Þór spurði mig um daginn hvað ég væri búin að búa á mörgum stöðum. Eftir nokkuð nákvæma talningu komst ég að því að nýja húsið verður mitt fimmtánda heimili - enda er ég orðin mjög sjóuð í flutningum.
Í augnablikinu er ég spenntust fyrir útisnúrunum og arninum í stofunni. Svo mikil lífsgæði að skoppa út í garð og hengja út. Einnig að liggja fyrir framan arininn og lesa góða bók.
Þór spurði mig um daginn hvað ég væri búin að búa á mörgum stöðum. Eftir nokkuð nákvæma talningu komst ég að því að nýja húsið verður mitt fimmtánda heimili - enda er ég orðin mjög sjóuð í flutningum.
Við erum himinsæl og spenntari en börn að bíða eftir aðfangadegi.
Emil er hinsvegar silkislakur yfir þessu öllu saman. Bara meðan hann fær að borða, rífa og tæta, þá er hann góður.
Stefnum að því að byrja að sparsla og mála um helgina.
Fylgist með, spennt!
Emil er hinsvegar silkislakur yfir þessu öllu saman. Bara meðan hann fær að borða, rífa og tæta, þá er hann góður.
Stefnum að því að byrja að sparsla og mála um helgina.
Fylgist með, spennt!