Tuesday, March 19, 2013

Fagridalur mæ es!

Vaknaði í morgun og leit út. Andskotans fjandi! Snjókoma í boðinu og ég á leið í Egilsstaði í vinnu. Gat ekki með nokkru móti hugsað mér að afboða kúnnana mín þriðja skiptið í röð!

Vegagerðin: Hvítt sem merkir krap og snjóþekja. Löggubíllinn ætti nú að ráða við það, elskan mín. Þannig að - ég hélt af stað. Á dalnum var svona:


Eiiiiinmitt. Ekki einu sinni nokkur sjens að snúa við. Fokk, fokk, fokk. Fagridalur mæ es! Ógeðslegaljótiogleiðinlegidalur er eina nafnið yfir þessa leið í dag. Það vita þeir sem þekkja til að fátt eitt er verra en að keyra dalinn í þessu. Sá ekki á milli stika í verstu kviðunum!

Komst við illan leik upp í Egilsstaði en þegar ég var búin með fyrsta viðtal hafði Vegagerðin reitað leiðina ófæra. Ó, greit! Náði þó að troða mér upp á iðnaðarmannagengi sem var á námskeiði í sömu byggingu og fékk að vera í samfloti aftur til baka!

Svona er Ísland í dag. Finnst þetta persónulega orðið mjög gott bara. Engan skildi undra þó svo ég skoði sólarlandaferðir daglega og sé alvarlega að íhuga að skella mér fljótlega.Já, held það bara!

No comments:

Post a Comment