Saturday, June 29, 2013

Aftur til fortíðar - Hernámsdagurinn haldinn hátíðlegur á morgun

Á morgun er Hernámsdagurinn haldinn hátíðlegur hér á Reyðarfirði, en ég legg mitt af mörkum til þess að skemmta gestum og gangandi með því að syngja með Fjarðadætrum. 

Í dag var hernámshlaup. Ég var ekki þar. Nota það enn sem afsökun að ég hafi ökklabrotið mig fyrir ári. Uhumm. Fer alveg að verða þreytt afsökun sem ég ætla ekki að nota nema nokkrar vikur í viðbót, lofa því!

En á morgun krakkar, þá verð ég í stuði. Já, í það minnsta ef ég verð ekki lögst í ælupestina sem geisar á heimilinu. Bríet búin og Þór er að núna. Spurning hvort við mæðginin, ég og Almar Blær tökum við á morgun, en við verðum bæði á sviði annað kvöld. Nei, djók! Það er bannað! Þá er nefnilega alvöru setuliðsskemmtun í Félagslundi þar sem leikfélag Reyðarfjarðar og Fjarðadætur sameina krafta sína. Í fyrra var fullt út úr dyrum og við efumst ekki um hið sama á morgun.

Ekki nóg með þetta, heldur syngjum við fyrr um daginn eftir hernámsgöngu sem hefst við Molann klukkan fjórtánhundruð og lýkur við stríðsárasafnið.

Mikið að gera og mikið gaman. Hlakka til að sjá sem allra flesta á morgun!

Fjarðadætur og "sonur" skelltu sér í myndatöku í tilefni Hernámsdagsins hjá meistara KOX (Kormákur Máni Hafsteinsson)Wednesday, June 26, 2013

Myndir og bækur

Ég elska ljósmyndir og tek mikið af myndum sjálf. Ég hef hinsvegar hvorki verið nógu dugleg við að framkalla og stækka myndir - eða þá hengja þær upp á veggi. Ástæðan er tvíþætt, annarsvegar sífelldir flutningar og hinsvegar leti.

Mér finnst fá gera heimili meira að heimli heldur en ljósmyndir og bækur. Ég nota Pinterest mikið til þess að viða að mér hugmyndum, lovit! Nú er ég vonandi komin í íbúð sem ég verð vonandi í meira en korter og ætti því að gera farið að framkvæma eitthvað af því sem mig langar.

Það er svo margt fallegt í henni veröld, ohhh...

Fallegt. Allskonar myndir í bland


Kósýhorn! Ó hvað mig langar í stólinn líka!

Það er fátt fallegra en fallegar myndir, stækkaðar. Það er líka alltaf eitthvað við svarthvítt...

Litaraðaðar bækur, reyndi það hjá mér hér heima og kom bara mjög skemmtilega út. Kemur reyndar ALLT skemmtilega út í hansahillum. 

Er alltaf veik fyrir svona...

Myndir og bækur. Þarf eitthvað mikið meira?

Glugginn verður eins og listaverk á kvöldin

Hrátt og bjútífúl

Veggfóður. Það er sér kapítuli. Langar.Möguleiki

Baðherbergið þarf ekki að vera leiðinlegt

Namm!

Finnst þessi æði!

Svo er bara hægt að veggfóðra með heimilisfólkinu eða einhverju öðru persónulegu


Meiri óreiða

Úff. Langar að fara að negla!

Tuesday, June 25, 2013

Svipmyndir frá liðinni helgi. Já og veðurfréttapirringur

Svo virðist sem austurlandið sé heitasti staðurinn í sumar, bókstaflega - en blessuð sólin víkur ekki frá okkur. Það er vissulega kærkomið eftir síðastliðin sumur, ef sumur mætti kalla. 

Það er eitt sem okkur hérnamegin á landinu þykir einstaklega athyglisvert þegar svona stendur á - þá meina ég, þegar sólin er fastagestur hér en ekki á höfuðborgarsvæðinu. Þá láta fréttamenn eins og hún hafi yfirgefið allt landið. "Hvað segir þú Elísabet, æltar sumarið ekkert að fara að láta sjá sig", segja þau og horfa sorgbitnum augum á veðurfréttaþulina. Á meðan "sumarið lætur ekki sjá sig" er hvert einasta mannsbarn á austur- og norðurhelmingi landsins skaðbrennt og með sólsting.

E-e-e-e-eeeen. Daginn sem málin snúast við, sólin mætir í Nauthólsvíkina, eru fréttatímar á báðum stöðum teknir undir. Fyrsta, önnur og jafnvel þriðja frétt er um hamingjusama borgarbúa að borða ís á Klambratúni. Sumarið er LOKSINS komið. Ég veit mætavel að flestir landsmenn búa á suðurhluta landsins og því eðlilegt að flestar fréttir séu þaðan, en þetta er pínu undarleg taktík. Just sayig.

En, þetta var svo sannarlega útúrdúr! Ég ætlaði að setja inn myndir frá annars frábærri helgi þar sem strákarnir mínir komu, sáu og sigruðu!

Á laugardaginn var Skógardagurinn mikli haldin í Hallormsstað, en sá dagur stækkar með ári hverju og alltaf er algerlega frábært veður! Almar Blær endurnýjaði þar kynni sín við Jónatan ræningja sem hann lék með eftirminnilegum hætti með leikfélagi ME og leikfélagi Fljótdalshéraðs í vetur.


Jónatan hefði nú gott af því að skreppa í sund!

Almar Blær hefur frá því hann var í fyrsta bekk grunnskóla haft algerlega skýra stefnu í sínu lífi, það er að klára menntaskóla og skella sér að því loknu beint í inntökuprófin í leiklistarháskólanum. Held hann hafi ekki skipt um skoðun einn einasta dag á þessu tímabili, en hann var að ljúka fyrsta ári í menntaskóla. Hann er algerlega á réttri hillu, það vita þeir sem hafa séð kappann á sviði. Ég er gersamlega að kafna úr monti af þessum frábæra einstaklingi sem ég á! 

Bríet með Tomma töff á skógardeginum mikla
Það er ekki nóg með að ég eigi upprennandi Hollywoodstjörnu, heldur einnig einn sem ætlar sér að verða atvinnumaður í fótbolta. Þór er rosalegur þó ég segi sjálf frá, enda hefur hann æft af kostgæfni mörgum sinnum í viku síðan hann var á næstsíðasta ári í leikskóla. 

Á Bónusmóti sem haldið var á Fellavelli á sunnudaginn gerði hann sér lítið fyrir og smellti boltanum 22 sinnum í netið í fimm leikjum! 

Ég hugsa að ég verði bara í Liverpool á veturna og í Hollý á sumrin. Það er bara fínt plan.

Tvisturinn, það er klassi

Þór og Bríet með litla brósanum sínum sem pabbi þeirra og Rebekka eiga. Sætust í heimi!
Það er ekki svo að ég sé bara að kafna úr monti af þessum strákum mínum, Bríet er bara ekki með neina svona dellu eins og þeir. Hún getur hins vegar allt sem hún ætlar sér og eins og ég sagði í einhverri færslu þá yrði ég ekki hissa ef hún myndi bjóða sig fram til forseta íslenska lýðveldisins um leið og hún hefur aldur til. Ég held grínlaust að ég myndi treysta henni til þess að halda heimili alein í viku - hún myndi ekki einu sinni blása úr nös, bara massa allt saman. Vá hvað ég er lánsöm kona!

Verð að láta þrjár fylgja með í lokin, þær eru að vísu ekki frá helginni, heldur frá síðustu viku þegar við vorum að keyra heim úr fríinu. Kátir krákkar við Jökulsárlón.
Tuesday, June 18, 2013

Er Örlygur á ferðinni?

Komin heim úr dásamlegu sumarfríi. Enduðum á því að fara hringinn, með gisti-viðkomu á Akureyri, Húsavík og Laugarvatni. Skemmst er frá því að segja að sólin elti okkur ALLAN tímann fyrir utan tvo dagparta. Dásemd á dásemt ofan, ást og friður!

Sérstaklega vel tennt börnin mín!

Hersingin kom við á Geysissvæðinu í frábæru veðri!

Mér er hins vegar farið að þykja grunsamlegt hvað ég virðist fá að stjórna mínu lífi lítið þegar kemur að atvinnu og skólamálum - það bara verð ég að segja.

Þegar ég sæki um atvinnu sækir öll heimsbyggðin um það sama, en ég hef svo sannarlega ekki riðið feitum hesti frá þeim bardaga. Ég ákveð því barasta að kíla á að halda áfram í skóla, en jú mennt er máttur.

Ég sótti um mastersnám í fjölskylduráðgjöf sem mér þykir frábær kostur ofan á mitt nám. Eftir það gæti ég starfað sem sjálfstæður ráðgjafi og tala nú ekki um þegar ég væri einnig búin að klessa einu ári af HAM (hugræn atferlismótun) ofan á allt saman.

Það sem ég var tilbúin til þess að fara að glósa, lesa allan sólarhringinn og almennt séð eiga ekki nokkuð líf! Fékk svo hringingu frá HÍ í síðustu viku þar sem mér var tjáð að ekkert yrði að náminu í vetur þar sem tiltekinn fjöldi nema hefði ekki fengist. Vá hvað ég var hissa! Fólk er búið að flykkjast erlendis til þess að læra fagið og fyrsti hópurinn verður útskrifaður nú um næstu helgi. Fjárinn, það sem ég var til í slaginn!

Hvað er málið? Líður pínu eins og sé verið að stjórna örlögum mínum ofan frá og mín bíði eitthvað ferlega skemmtilegt sem ég hef ekki hugmynd um hvað er. Ekki virðist ég í það minnsta fá að ráða ferðinni sjálf. Fylgist með, spennt!

Wednesday, June 12, 2013

Fjögur á Palli - upplifun á Húsavík!

Ó það sem ég er hamingjusöm í sumarfríinu, maður lifandi. 


Fyrir það fyrsta þá er ég hugfangin af Húsavík, algerlega. Finnst þetta jafnvel bara fallegasti bær á Íslandi og þó svo víðar væri leitað. Allt ótrúlega snyrtilegt, húsum, görðum og öllu vel til haldið og hvergi drasl. Bæjaruppbyggingin er líka svo falleg - kærkomin hvíld frá "lengjufjörðunum" fyrir austan.

Erum búin að eiga frábæran dag en toppurinn var þó klárlega á Pallinum sem er frábær veitingastaður í miðbænum. Pallurinn er rekinn af hjónunum Völundi Snæ matreiðslumanni og Þóru. Í rauninni er staðurinn bara yfirtjölduð verönd sem gerir hann svo sjarmerandi.


Í spjalli mínu við Þóru sagði hún mér að markmið þeirra væri að kaupa ekkert inn fyrir staðinn, aðeins að endurnýta hluti úr Góða hriðinum og sambærilegum stöðum. Þetta finnst mér frábær stefna og myndi sjálf fara eftir ef ég væri að opna veitingastað í dag...

Fyrir vikið er staðurinn ótrúlega skemmtilegur, líflegur og fallegur, en eins og Þóra komst að orði, "þá er ekkert bannað hjá þeim, það á bara að vera skemmtilegt." Þetta viðhorf er það sem gerir staðinn að því sem hann er, ég hef aldrei borðað á stað þar sem allt starfsfólkið ljómar af svo gleði, gefur sér tíma til þess að spjalla - yfirhöfuð ljómar af útgeislun og sést langar leiðir hvað þeim þykir gaman í vinnunni sinni!


Allt hvert úr sinni áttinni - hlutir með sögu og sál

Ó svo fallegt!Þess utan er maturinn ekki dýr miðað við hvað gerist og gengur í dag. Í sumar eru þau með gestakokka í hverri viku sem allir verða með sinn rétt meðan á dvöl þeirra stendur. Til þess að gera þetta sem metnaðarfyllst er keppni meðal kokkana um besta réttinn eftir sumarið. Þessa vikuna er það Aníta Ösp Ingólfsdóttir sem kokkar og við fengum okkur að sjálfsögðu rétt vikunnar - kjúklingalæri í sítrónu, basil og chilimarineringu með appelsínusósu, sætum kartöflum og mangósalsa. 1990 krónur. Það finnst mér ekki mikið fyrir þennan ótrúlega góða rétt. Við þurftum svo að gefa rétti Anítu einkunn og umsögn sem ekki var af verri endanum!

Ó jesús, útsýnið. Þarna var ég búin að renna niður tjaldglugganum mínum og golan lék um okkur.
Krakkarnir fengu sér samlokur og voru alsæl. Allt var þetta að sjálfsögðu borið fram á allskonar diskum, með mismunandi glösum og hnífapörum - því jú, endurvinnslan. Lov, lov, loooov it!Gamlir hlutir öðlast nýtt og spennandi líf
Bjútifúl í móttökunni

Grillmeistarinn...

...heilgrillar lamb í samlokur!Ath: Er ekki að taka mynd af rassi, heldur stól!

Þetta er nú eitthvað fyrir stólablætisstúlkur eins og mig
Kids og Þóra (Birta!)


Ef þið eigið leið á Húsavík þá er Pallurinn skyldumæting. Ef þið eigið ekki leið á Húsavík gerið ykkur þá leið. Svei mér þá. Ég ætla aftur á morgun.