Wednesday, June 26, 2013

Myndir og bækur

Ég elska ljósmyndir og tek mikið af myndum sjálf. Ég hef hinsvegar hvorki verið nógu dugleg við að framkalla og stækka myndir - eða þá hengja þær upp á veggi. Ástæðan er tvíþætt, annarsvegar sífelldir flutningar og hinsvegar leti.

Mér finnst fá gera heimili meira að heimli heldur en ljósmyndir og bækur. Ég nota Pinterest mikið til þess að viða að mér hugmyndum, lovit! Nú er ég vonandi komin í íbúð sem ég verð vonandi í meira en korter og ætti því að gera farið að framkvæma eitthvað af því sem mig langar.

Það er svo margt fallegt í henni veröld, ohhh...

Fallegt. Allskonar myndir í bland


Kósýhorn! Ó hvað mig langar í stólinn líka!

Það er fátt fallegra en fallegar myndir, stækkaðar. Það er líka alltaf eitthvað við svarthvítt...

Litaraðaðar bækur, reyndi það hjá mér hér heima og kom bara mjög skemmtilega út. Kemur reyndar ALLT skemmtilega út í hansahillum. 

Er alltaf veik fyrir svona...

Myndir og bækur. Þarf eitthvað mikið meira?

Glugginn verður eins og listaverk á kvöldin

Hrátt og bjútífúl

Veggfóður. Það er sér kapítuli. Langar.



Möguleiki

Baðherbergið þarf ekki að vera leiðinlegt

Namm!

Finnst þessi æði!

Svo er bara hægt að veggfóðra með heimilisfólkinu eða einhverju öðru persónulegu


Meiri óreiða

Úff. Langar að fara að negla!

No comments:

Post a Comment