Saturday, June 29, 2013

Aftur til fortíðar - Hernámsdagurinn haldinn hátíðlegur á morgun

Á morgun er Hernámsdagurinn haldinn hátíðlegur hér á Reyðarfirði, en ég legg mitt af mörkum til þess að skemmta gestum og gangandi með því að syngja með Fjarðadætrum. 

Í dag var hernámshlaup. Ég var ekki þar. Nota það enn sem afsökun að ég hafi ökklabrotið mig fyrir ári. Uhumm. Fer alveg að verða þreytt afsökun sem ég ætla ekki að nota nema nokkrar vikur í viðbót, lofa því!

En á morgun krakkar, þá verð ég í stuði. Já, í það minnsta ef ég verð ekki lögst í ælupestina sem geisar á heimilinu. Bríet búin og Þór er að núna. Spurning hvort við mæðginin, ég og Almar Blær tökum við á morgun, en við verðum bæði á sviði annað kvöld. Nei, djók! Það er bannað! Þá er nefnilega alvöru setuliðsskemmtun í Félagslundi þar sem leikfélag Reyðarfjarðar og Fjarðadætur sameina krafta sína. Í fyrra var fullt út úr dyrum og við efumst ekki um hið sama á morgun.

Ekki nóg með þetta, heldur syngjum við fyrr um daginn eftir hernámsgöngu sem hefst við Molann klukkan fjórtánhundruð og lýkur við stríðsárasafnið.

Mikið að gera og mikið gaman. Hlakka til að sjá sem allra flesta á morgun!

Fjarðadætur og "sonur" skelltu sér í myndatöku í tilefni Hernámsdagsins hjá meistara KOX (Kormákur Máni Hafsteinsson)











No comments:

Post a Comment