Wednesday, June 12, 2013

Fjögur á Palli - upplifun á Húsavík!

Ó það sem ég er hamingjusöm í sumarfríinu, maður lifandi. 


Fyrir það fyrsta þá er ég hugfangin af Húsavík, algerlega. Finnst þetta jafnvel bara fallegasti bær á Íslandi og þó svo víðar væri leitað. Allt ótrúlega snyrtilegt, húsum, görðum og öllu vel til haldið og hvergi drasl. Bæjaruppbyggingin er líka svo falleg - kærkomin hvíld frá "lengjufjörðunum" fyrir austan.

Erum búin að eiga frábæran dag en toppurinn var þó klárlega á Pallinum sem er frábær veitingastaður í miðbænum. Pallurinn er rekinn af hjónunum Völundi Snæ matreiðslumanni og Þóru. Í rauninni er staðurinn bara yfirtjölduð verönd sem gerir hann svo sjarmerandi.


Í spjalli mínu við Þóru sagði hún mér að markmið þeirra væri að kaupa ekkert inn fyrir staðinn, aðeins að endurnýta hluti úr Góða hriðinum og sambærilegum stöðum. Þetta finnst mér frábær stefna og myndi sjálf fara eftir ef ég væri að opna veitingastað í dag...

Fyrir vikið er staðurinn ótrúlega skemmtilegur, líflegur og fallegur, en eins og Þóra komst að orði, "þá er ekkert bannað hjá þeim, það á bara að vera skemmtilegt." Þetta viðhorf er það sem gerir staðinn að því sem hann er, ég hef aldrei borðað á stað þar sem allt starfsfólkið ljómar af svo gleði, gefur sér tíma til þess að spjalla - yfirhöfuð ljómar af útgeislun og sést langar leiðir hvað þeim þykir gaman í vinnunni sinni!


Allt hvert úr sinni áttinni - hlutir með sögu og sál

Ó svo fallegt!



Þess utan er maturinn ekki dýr miðað við hvað gerist og gengur í dag. Í sumar eru þau með gestakokka í hverri viku sem allir verða með sinn rétt meðan á dvöl þeirra stendur. Til þess að gera þetta sem metnaðarfyllst er keppni meðal kokkana um besta réttinn eftir sumarið. Þessa vikuna er það Aníta Ösp Ingólfsdóttir sem kokkar og við fengum okkur að sjálfsögðu rétt vikunnar - kjúklingalæri í sítrónu, basil og chilimarineringu með appelsínusósu, sætum kartöflum og mangósalsa. 1990 krónur. Það finnst mér ekki mikið fyrir þennan ótrúlega góða rétt. Við þurftum svo að gefa rétti Anítu einkunn og umsögn sem ekki var af verri endanum!

Ó jesús, útsýnið. Þarna var ég búin að renna niður tjaldglugganum mínum og golan lék um okkur.




Krakkarnir fengu sér samlokur og voru alsæl. Allt var þetta að sjálfsögðu borið fram á allskonar diskum, með mismunandi glösum og hnífapörum - því jú, endurvinnslan. Lov, lov, loooov it!



Gamlir hlutir öðlast nýtt og spennandi líf
Bjútifúl í móttökunni

Grillmeistarinn...

...heilgrillar lamb í samlokur!



Ath: Er ekki að taka mynd af rassi, heldur stól!

Þetta er nú eitthvað fyrir stólablætisstúlkur eins og mig
Kids og Þóra (Birta!)


Ef þið eigið leið á Húsavík þá er Pallurinn skyldumæting. Ef þið eigið ekki leið á Húsavík gerið ykkur þá leið. Svei mér þá. Ég ætla aftur á morgun. 

No comments:

Post a Comment