Tuesday, June 18, 2013

Er Örlygur á ferðinni?

Komin heim úr dásamlegu sumarfríi. Enduðum á því að fara hringinn, með gisti-viðkomu á Akureyri, Húsavík og Laugarvatni. Skemmst er frá því að segja að sólin elti okkur ALLAN tímann fyrir utan tvo dagparta. Dásemd á dásemt ofan, ást og friður!

Sérstaklega vel tennt börnin mín!

Hersingin kom við á Geysissvæðinu í frábæru veðri!

Mér er hins vegar farið að þykja grunsamlegt hvað ég virðist fá að stjórna mínu lífi lítið þegar kemur að atvinnu og skólamálum - það bara verð ég að segja.

Þegar ég sæki um atvinnu sækir öll heimsbyggðin um það sama, en ég hef svo sannarlega ekki riðið feitum hesti frá þeim bardaga. Ég ákveð því barasta að kíla á að halda áfram í skóla, en jú mennt er máttur.

Ég sótti um mastersnám í fjölskylduráðgjöf sem mér þykir frábær kostur ofan á mitt nám. Eftir það gæti ég starfað sem sjálfstæður ráðgjafi og tala nú ekki um þegar ég væri einnig búin að klessa einu ári af HAM (hugræn atferlismótun) ofan á allt saman.

Það sem ég var tilbúin til þess að fara að glósa, lesa allan sólarhringinn og almennt séð eiga ekki nokkuð líf! Fékk svo hringingu frá HÍ í síðustu viku þar sem mér var tjáð að ekkert yrði að náminu í vetur þar sem tiltekinn fjöldi nema hefði ekki fengist. Vá hvað ég var hissa! Fólk er búið að flykkjast erlendis til þess að læra fagið og fyrsti hópurinn verður útskrifaður nú um næstu helgi. Fjárinn, það sem ég var til í slaginn!

Hvað er málið? Líður pínu eins og sé verið að stjórna örlögum mínum ofan frá og mín bíði eitthvað ferlega skemmtilegt sem ég hef ekki hugmynd um hvað er. Ekki virðist ég í það minnsta fá að ráða ferðinni sjálf. Fylgist með, spennt!

No comments:

Post a Comment