Sunday, June 2, 2013

17 ár

Fyrir 17 árum síðan bar 2. júní einnig upp á sjómannadag. Dagurinn var bjartur og fagur - alveg eins og í dag. Meðan hetjur hafsins fögnuðu deginum varði ég honum á fæðingardeild Landspítalans að berjast við að gera heiminn betri. Það hafðist undir kvöld þegar frumburður minn leit dagsins ljós - en Almar Blær fangar 17 ára afmælinu sínu í dag!

"Mamma. Spáðu í því að eftir þrjú ár hefur þú setið uppi með mig helming ævi þinnar", sagði hann við mig um daginn. Mér finnst á stundum furðulegt að eiga svona "gamalt" barn, sem löngu er vaxið mér yfir höfuð - en að sama skapi alger forréttindi að vera svo ung móðir.

Hann hefur auðgað líf mitt svo um munar, kennt mér svo ótal margt og kemur mér sífellt á óvart. Ég þekki heldur enga ljúfari eða betri manneskju í öllum heiminum. Ég er moldrík kona. Elsku brósinn okkar, innilega til hamingju með daginn þinn, við hlökkum til þess að flytja með þér til Holywood!No comments:

Post a Comment