Tuesday, March 12, 2013

Þú bara komin með nýjan mann!

Eins og mér líður nú vel hér í sveitasælunni myndi ég alveg þiggja að hverfa inn í fjöldann öðru hvoru. Gæfi stundum alveg 10.000 kall fyrir að fá að fara í búðarferð án þess að þurfa að tala við þrjátíu manns. Finnst líka ræðnar og afskiptasamar búðarkonur ekki alltaf svo mikið skemmtilegar...













Dagur eitt:

Við Gísli erum í búð. Klukkan er tvö á laugardegi og það er töluvert að gera. Erum eitthvað að ráfast í nammideildinni, kemur það á óvart? Einhvernvegin atvikast það þannig að á milli okkar verður búðarkona, sem sér okkur bæði mætavel.

Búðarkona; Þú bara komin með nýjan mann!
Ég; Iiii, jaaaá - þú segir það.
Búðarkona; Nei, ég segi bara svona - ég veit ekkert um það (Hafði þó séð okkur hundrað sinnum saman í búðinni).
Ég; Veistu, ég ætla bara ekki að ræða mín hjúskaparmál hér í nammideildinni.
Búðarkona; Nei, nei - nei, nei.

Einmitt! 1-0


Dagur tvö - nokkru seinna, sama búðarkona

Búðarkona, á kassa; Sæl. Ertu lasin? Lítur allavega voðalega illa út?
Ég; Nú, það er leitt að heyra. Nei, ég er alveg sprellandi hress - bara svona ofsalega ófríð í dag.

Eiiiinmitt! 2-0



Dagur þrjú - stuttu eftir dag tvö, enn sama búðarkona

Búðarkona á kassa; Sæl Krilla (Uuuu, afsakið, síðan hvenær hef ég verið kölluð Krilla?)
Ég; Ha?
Búðarkona á kassa; Ertu búin að sjá son þinn í sjónvarpinu? Á N4?
Ég; Njanei, reyndar ekki.
Búðarkona; Hvað ertu að segja, það er búið að margsýna þetta!

Eiiiiiiiiinmitt! 3-0. Engin mæðraskjöldur fyrir mig í ár.

Stuð, stemmning. Stemmning, stuð. Kannski er bara hægt að hafa gaman af þessu, hver veit?


1 comment:

  1. Hahaha vitum nu öll hver thessi elska er ;) -selma

    ReplyDelete