Monday, May 6, 2013

Fer ekki að koma föstudagur?

Hef nánast farið í klippingu hvern föstudag síðustu vikur. Fyrir utan hvað mér finnst það skemmtilegt er um við að reyna að fikra okkur að rétta sumarlúkkinu. Verst það er svo margt skemmtilegt í boði, ó mæ!

Svo ég tali nú ekki um ást mína á söngkonunni Pink. Þar er kona að mínu skapi, ekki alltaf með sama síða hárið, heldur þorir að taka áhættu og er svo hundrað sinnum meiri töffari fyrir vikið!


Sambýlismaður minn varð fyrir því ægilega óláni að líta yfir öxlina á mér þegar ég var að gúggla hárið á Pink. Sefur varla vært í nótt. Sagði mér að ég væri ekki að fara út í "eitthvað svona". Ég brosti til hans og sagði "nei, Almar minn" - en unglingurinn minn er sama sinnis. Ekki mamma pönk. "Ég meina það" sagðann og gekk í burtu. 

Uhumm, eimnitt. Hló ekki upphátt, kunni ekki við það. Bara inní mér!

Nóvorrís: Vitaskuld er ég ekki á leiðinni að lita á mér hárið ljóst. Ég meina það. 

No comments:

Post a Comment