Wednesday, May 1, 2013

Syndsamlega góð kaka í 1/3 af þríburaafmæli


Miðvikudagur? Virkilega? Sunnudagur fyrir mér og það merkir aðeins eitt - myndir á myndir ofan. Vörðum deginum á Egilsstöðum með einu af þremur afmælisbörnum fjölskyldunnar- en þríburarnir Jóa, Ragga og Guðni - mág"fólk"mitt eiga afmæli í dag. Hibb, hibb, húrra!

Jóa klikkaði ekki á kræsingunum, maður lifandi...

Þessi elska var með Pippkremi

Sjúklega gott! Þarna er Puffed wheat with honey (held ég sé að fara rétt með) skipt inná fyrir Rice krispies. Auk þess þetta klassíska, 100 g smjör, 100 g suðusúkkulaði og 5 msk síróp. Afar skemmtileg tilbreyting!

Ó hvað mér finnst ég hafa myndað snúðana fallega í Iittala!

Nýja uppáhaldskakan mín!
Að öllu öðru ólöstuðu - og trúið mér, ég smakkaði allt (oft) þá er þetta besta kaka sem ég hef fengið í langan tíma. Uppskriftin er fengin héðan og eins og segir í titlinum, þá er þetta já syndsamlega góð kaka! Mæli með því að þið bakið hana jafnvel strax í kvöld, ekki þá seinna en á morgun. 

Edda var sætasta pæjan á svæðinu og líka í flottasta átfittinu. Mig langar í þetta pils!

Mjólk!Tomma töff er sama hvaðan gott kemur!Jóa var ekki af baki dottin og strax eftir kaffi fór hún að græja kvöldmatinn. Ekki seinna vænna!

Eftir að hafa troðið í sig pizzu ofan í allt annað fór að vella út úr eyrunum á mannskapnum. Ég léttist ekki í dag. En, kannski á morgun!

Munið að sletta í kökuna!


No comments:

Post a Comment