Tuesday, September 3, 2013

Dásamleg berjasaft mömmu

Ó hvað mömmur eru ómissandi. Áskotnaðist fjórir lítrar af berjasaft frá minni á dögunum. Blanda góssið sirka einn þriðji hluti saft og restin ískalt vatn. Nammm!

Skilst að hún skelli krækiberjunum gegnum berjapressu - og út í einn líter af hreinni saft setur hún 200 grömm af sykri. Þetta ljóstillífast svo bara á eldhúsbekknum, sykurinn leysist upp í saftinni á u.þ.b. sólarhring.

Vel má vera að hægt að minnka sykurmagnið eða nota steviu til sætu - nú eða þá bara sleppa henni. Ætla einhverntíman að prófa mig áfram í þeim efnum.

Ég er farin - þessi Austurgluggi skrifar sig svo sannarlega ekki sjálfur.

No comments:

Post a Comment