Wednesday, August 6, 2014

Bak við tjöldin í mánaðamyndatöku Emils

Barnið er fætt sko. Orðið tveggja mánaða og heitir Emil.

Við ákváðum að sjálfsögðu að vera með í "mánaðamyndatökuæðinu" sem geysar á veraldarvefnum, þ.e. að mynda barnið alltaf á "mánaða-afmæli" þess. Þetta er sniðug leið til þess að sjá vaxtar- og þroskaþróun þess myndrænt.

Emil hefur mismikla þolinmæði fyrir myndagleði móður sinnar sem er í meira lagi að flestra mati. Tveggja mánaða myndatakan fór fram í gær og varð þessi fyrir valinu.Allt í lagi með það, þarna situr snáðinn rosa flottur og virðist meira að segja hafa lært að vinka og allt! Að baki þessu er sveitt ljósmyndamóðir sem og stóra systir með trúðslæti.

Þessi bangsi. Hann er nú kapituli út af fyrir sig. Ég fékk hann þegar ég var lítil og mamma færði mér hann á dögunum. Annað hvort þykir honum svona voðalega leiðinlegt á Reyðarfirði eða hann er hreinlega þunglyndur eftir að hafa dúsað upp á háalofti á mínu æskuheimili í tugi ára. Hann kann engan vegin við fyrirsætustörfin, það er alveg á hreinu.


Þegar við mæðgur vorum búnar að ná réttu myndinni af afmælisbarninu voru þónokkrar á vélinni, misgóðar - en skemmtilegar þó. 
Fyrirsætubransinn krakkar, hann er ekkert grín!

No comments:

Post a Comment