Tuesday, February 2, 2016

Dagur eitt á Bali - svefn, grenndarkynning og fyrsti skóladagur

Ætlaði aldrei að sofna í nótt og þar af leiðandi aldrei að vakna í dag. Stillti klukkuna á níu. Snúsaði, slökkti svo á henni og svaf til hálf fjögur! Umhumm, missti nánast af fyrsta deginum mínum hér í Ubud. Blessunarlega þá bý ég með kennaranum mínum þannig að stundarskráin er liðlegri fyrir vikið.



Það eru allir á hjólum hvert sem litið er - oftar en ekki fleiri en tveir og þrír saman. 

Við Ósk löbbuðum um hverfið og fengum okkur að borða. Þegar við vorum nýsestar að snæðingi fór fjölmenn og hávær hersing fram hjá. Ósk sagði mér að þarna væri um jarðaför að ræða, en þarna voru allir sprellandi kátir, sungu og dönsuðu á eftir kistunni. Þetta gerðist svo fjótt að ég hafði því miður ekki tíma til þess að stökkva af stað með myndavélina og festa stuðið á filmu, en ég hef sjaldan séð svona gott patrý!


Innbakaður fetaostur í forrétt. 



Veitingastaður dagsins. 


Dvergvaxna Applebúðin. 


Balískir peningar. Til þess að finna út hvað þeir eru í íslenskum er gott ráð að setja puttann yfir tvö síðustu núllin. 


Á leiðinni heim fórum við í búð sem selur balískan fatnað og ég keypti mér kósýbuxur á 500 kall. Einnig fórum við fram hjá Applebúðinni í bænum sem er ekki stærri en rúmið mitt.


Á eftir að fjárfesta í Sarong, en það er bara ekkert sérlega auðvelt að velja. 

Þegar við komum að götunni okkar var skóladagurinn að klárast, en börnin eru á leið í jólafrí þar sem jólin hér eru hér 10-12 febrúar.



Gatan okkar, JL. Bisma, besta gatan í bænum segir Ósk. 



Ósk og bílstjórinn okkar. 


Göngustígurinn frá götunni og upp að húsinu okkar. 


Húsið okkar. Blöðin á bananatrénu gægjast inn á myndina. 


Eðlan sem býr á klósettinu. 

Endaði daginn í skólanum við eldhúsborðið "heima". Á morgun munum við byrja daginn á tveggja tíma jógatíma út í bæ. Lífið er næs.

En, nú er kominn háttatími. Terima kasih (takk fyrir) og góða nótt.


3 comments:

  1. Gaman að sjá myndirnar, þetta minnir mig á Japansárin mín. Litríkt og fallegt.
    Hér er bara frost, svo njóttu þess að ganga um í opnum skóm og verja deginum í jóga.

    ReplyDelete
  2. bara dásamlegt.. hlakka til fleiri mynda og frásagna af dvölinni þarna í Bali.... knúsaðu Guðmundu gekko / Guðmund Gekko fyrir mig...

    ReplyDelete
    Replies
    1. GG varð svo mikið um djöfulganginn í mér í gær að hann hefur ekki sést síðan.

      Delete