Monday, February 8, 2016

Dagur sjö á Bali - heimakós og jarðskjálfti

Ætli þetta verði ekki "bömmerbloggið mikla" - en ég er búin að hanga heima í dag í stað þess að vera eins og sýnd hratt á myndavélinni. Ætla líka að njóta þess að vera ein og gera sem minnst. Bara vera og anda að mér lífinu.

Var orðin frekar langþreytt eftir brjálaða vinnutörn áður en ég fór að heiman, ferðastress, eins og hálfs sólarhrings ferðalag með tilheyrandi svefnleysi og svo sex daga skóla sem tók vel á andlega auk frábærra göngutúra um bæinn með Ósk.


Svo er næs að vera bara heima á svölunum með kaffi og ís. 


Var búin að ákveða að verja deginum í sundlauginni okkar því ég hef ekki haft neinn tíma til þess að komast í hana. Þegar ég svo vaknaði í morgun var brjáluð rigning, svo mikil að ég nennti bara engan vegin að fara í sund.

Þegar ég uppgötvaði að ég ætti ekki hreinar nærbuxur, nú annan daginn í röð, ákvað ég að skottast í þvottahúsið og fá mér að borða og fara í búð í leiðinni.


Uma-pizza með hráskinku, hvítlauk, rúkkóla og extra ferskum parmesan. 350 kall. Þetta hef ég aldrei séð áður, chiliolían borin fram í ungbarnapela!


Eins og ég hef komið að áður eru Balibúar sérstaklega yndislegt fólk og maður lendir oftar en ekki á spjalli við þjónustufólk. Þá kemur upp umræðan hvaðan ég er, hvað ég geri og fjölskylduaðstæður. Þegar þangað er komið ríf ég gjarnan upp símann og sýni mynd af krökkunum mínum.Það kemur alltaf brjálæðislega á óvart að ég eigi fjögur börn og undantekningarlaust lendi ég í hálfgerðum þrætum yfir því að ég geti bara alls ekki átt Almar Blæ.

"This, your husband?" segja þau, benda á hann og kinka kolli játandi.

"No, no - my son", segi ég


Fór í kjörbúðina í dag þar sem ég lenti í fertugustu svona samræðunum. Nú tvær 22 ára gamlar afgreiðslustelpur héðan frá Ubud og litu út fyrir að vera 14 ára.

Þær gátu sjálfar ekki með nokkru einasta móti glöggvað sig á þessu reiknisdæmi yfir því að maðurinn minn væri einnig sonur minn.


"Ohh, no, no!", sögðu þær og brjálæðislegur hlátur fylgir í kjölfarið.

"Yes, Im 40", sagði ég og kinkaði kolli, sannfærandi á móti.

"Ohh, nooooo, nooooo," sögðu þær og nánast lögðust í læsta hliðarlegu af hlátri.


Je minn eini. Þarf að komast að því hvenær fólk byrjað yfirleitt að eiga börn hérna, en við Almar Blær værum líklega lokuð inn í búri og höfð til sýnis ef við værum hér saman.


Kjörbúðin mín. Þessa vöru flytja íslenskar stelpur heim í tonnavís, þetta krem kostar 300 kall hér (sá það á 150 kall í annarri búð) en held það kosti 1500 heima. 
Endaði á því að nenna ekki lengra en út í sushi, en það þarf nú svsem ekkert að neyða mig til þess. Fékk mér kjúklingarúllu í kvöld. 


P.s. Varð jarðskjálfti hérna fyrir tíu mínútum. Hélt um stund að ég væri að lenda í yfirskilvitlegri reynslu eftir alla andlegu vinnuna. Hef fundið jarðskjálfta heima á Íslandi en þessi var allt öðruvísi, svona eins og rúmið mitt væri hrist hægt og mjúlega. Eða væri svífandi.

Ósk skemmdi það fyrir mér, pikkaði í mig á Facebook og spurði hvort ég hefði fundið skjálftann, en þeir eru víst algengir hér. Það er ómögulegt að spá í hvort við eigum von á fleiri og stærri skjálftum í kjölfarið.

Elsku bestu, snappið mitt er svo krissa76 ef þið viljið fylgjast með á þann hátt. 


No comments:

Post a Comment