Saturday, November 26, 2016

Fjórtán mínus sex


Í dag héldum við veislu til heiðurs afmælisbarni næsta föstudags, Bríetarbarninu sem þá fagnar fjórtán ára afmæli sínu - en þann dag fer hún til föðurhúsanna og því ákváðum við að taka forskot á sæluna í dag.

Mér finnst svo stutt síðan hún var bara agnarlítið skott. Nú er hún svo stór á allan hátt, ekki bara töluvert hærri en ég, heldur bara svo fullorðin.

Það er ótrúlega gaman og gefandi að eiga ungling, eins og ég hræddist þá tilhugsun áður en ég hlaut þá blessun í fyrsta skipti. Unglingar og ungt fólk í dag er svo ótrúlega flott, vel upplýst, framsýnt og duglegt, mér finnst mín börn og vinir þeirra svo miklu, miklu, miklu klárari en ég og mín kynslóð vorum nokkurntíman.Jólin koma alltaf þegar þetta meistaraverk er komið upp á vegg - þessa sveina teiknaði Almar Blær þegar hann var sjö ára gamall. Hjá okkur var fyrsti laugardagur í aðventu. Metnaðarfull hæðarkeppni sem endaði með "bak-í-bak" til þess að skera úr um sigurvegara. Sú gamla vann. Kjúklingasúpan góða. Afi Oddur metur stöðuna. Þessar tvær eiga svo fallega vináttu. Gæti étið þennan!Ég vinn aldrei neina stærðarkeppni. "Grettukeppni" sagði ljósmyndarinn. Hér er hart barist. Hvar er Emilsbarnið kann einhver að spyrja sig. Jú, bara sofandi. Í bíl sem lagt er kolólöglega. Hér má sjá tvo af mínum uppáhalds mönnum í öllum heiminum, Emil minn og afa Odd. Þeir eru líka svakalega góðir vinir og fara alltaf í fótbolta þegar þeir hittast. 
Eftir afmæli skunduðum við í bæinn þar sem ljósin á jólatrénu voru tendruð. Þar var svo fallegt veður að ég fór næstum að grenja margoft - bara yfir fegurð heimsins, hamingjunni og hve lífið er yndislega gott.


Emil sá jólasveina í fyrsta skipti eftir að hann "komst til vits og ára". Hann var mjög spenntur yfir þessu og við búin að ræða málin fram og til baka áður en við fórum á samkomuna. Hann var ekki mikill bógur þegar á hólminn var komið og vildi alls ekki og engan vegin dansa í kringum jólatréð með sveinunum. Ekki heldur gefa upp nafn sitt.


Í bílnum á leiðinni heim: 

Emil: Jóveinani heim í ballinn (Jólasveinarnir eru að fara heim í fjallið)

Ég: Já, einmitt. Til Grýlu mömmu sinnar. 

Emil: Gílu. 

Ég: Hvað heldur þú að Grýla segi við þá?

Emil: É ekka ði. 

...auðvitað. Bara eins og mömmur segja. Ég elska þig.Módel: Goggi.
Ljósmynd: EmilÆji, við bara kláruðum að jóla seinnipartinn...Varðmaður kominn við Múnínkönnurnar.You can do it!
Ferlega kósý hjá afmælisbarninu......sem vill bara "meiköpp" í allar gjafir. Ok bæ.Líka fínt hjá miðlungsstóra prins. 
Ást og friður til ykkar. 


No comments:

Post a Comment