Monday, November 7, 2016

Morning - 5/30


Today is a perfeck day to start living your dreams. Satt. Svo satt. Alltaf, alla daga.

Morgnarnir. Uppáhaldstími dagsins. Þegar allir eru komnir út í daginn - í skóla, leikskóla og vinnu. Að setjast niður og byrja að vinna. Skipuleggja daginn og hella sér svo í verkefnin.

Mér líður svo vel á heimilinu mínum eftir að við fluttum að ég vinn oft að heiman, það er ekkert notarlegra en það. Kaffi, kerti og alger friður.

Það var gott að koma heim eftir afar skemmtilega helgi í höfuðborginni. Ég er svo ánægð að hafa fengið þetta tækifæri á laugardagskvöldið - að taka þátt í lokaþætti RÚV 50 ára í beinni. Var frábært að fá að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig, þið vitið, sminkið, undirbúninginn og "við byrjum eftir, 4, 3, 2, 1..." og allt það.



Fékk þann heiður að vera með uppáhalds sjónvarpsmanninum mínum allra tíma í settinu, Jóni Ársæli Þórðarsyni.

Við spjölluðum heilmikið áður en útsending hófst þar sem við ræddum uppruna og ættfræði, auk þess sem hann sagðist alltaf horfa á Að austan, þætti þeir góðir og ég stæði mig mjög vel.

Ok. Jón Ársæll sagðiða. Ég þarf ekki meir, ég get nánast hætt, hamingjusöm á mínum toppi.

Okkur kollegana má sjá hér, á mínútu 43:30.


No comments:

Post a Comment