Sunday, March 17, 2013

Allt er betra með BBQ

Vaxandi BBQ-æði gengur nú yfir heimilið. Sósunni góðu er troðið í ólíklegustu rétti sem varla er sniðugt þar sem 700 tonn af sykri eru í einni flösku!

Í dag var undir-sæng-veður og hvorugt okkar nennti að hugsa út í matargerð og hvað þá síður fara í búð. Lufsaðist þó í Krónuna tvær mínútur í lokun og keypti í BBQ-kjúklingapönnukökur


Hægt er að troða hverju sem er í kökurnar, bara eftir stemmningu hverju sinni. Í dag langaði mig í kjúkling, rauðlauk, jalapenjó, ost og að sjálfsögðu BBQ-sósu. Klettasalat og sýrður rjómi á kantinum.


Steiki kjúklinginn upp úr salti, pipar, smá karrý og einhverju hundleiðnlegu kjúklingakryddi sem var í skápnum. Er búin með kjúklingakryddið mitt frá NOMO og hef ekki séð það síðan og það finnst mér ekki skemmtilegt. Blanda dagsins var þó fín þrátt fyrir allt saman.



Skelli svo öllu saman á kökurnar og inn í ofn í svona 10 mínútur...


...verskú!

No comments:

Post a Comment