Friday, March 15, 2013

Forvarnargjöf á föstudegiFöstudagsgjöf frá mér til mín. Takk ég- takk, takk!

Kolféll fyrir þessu í Lyfju í dag þegar ég var að fara að kaupa eitthvað allt annað. Langaði að vísu í svona þrjú lökk, en það er önnur saga. Það er svo bjútifúl og getur ekki ákveðið sig hvort það er gull eða grænt, það fer bara eftir því hvernig litið er á það, bókstaflega...

Annars get ég vel réttlætt endalaus naglalakkskaup mín því ég hef allt mitt líf nagað neglurnar, já og puttana á mér. Ógeð. Alveg þar til í sumar að ég hætti. Finnst minni líkur að ég byrji aftur ef ég held mér fínni, þannig að líta má á þessa föstudagsfjárfestingu sem forvörn. Góða helgi!

No comments:

Post a Comment