Friday, March 15, 2013

Jón Sigurðsson er allur


Jón Sigurðsson frá Leirum er látinn Þar sem ég var að þrífa í morgunsárið rak ég mig í hann þar sem hann stóð upp á skáp með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið, marghöfuðkúpubrotnaði og lést samstundis!



Jón hefur fylgt okkur síðan Almar Blær skapaði hann þegar hann var líklega tíu ára, eða í sjö ár. Hefur hann fylgt okkur gengum súrt og sætt, flutt með okkur oftar en talist getur og alltaf verið í heiðursessi upp á vegg, þar til núna þar til hann húkti á skáp og því fór sem fór.

Jón hefur þó hrellt ýmsa, sérstaklega yngri kynslóðina með grófu útliti sínu. Þegar Þór var yngri munaði engu að hann sækti um nálgunarbann á kappann, í það minnsta þurfti hann alltaf fylgd fullorðinna fram hjá honum vegna hræðslu! Ljódi gallinn!

Það er ótrúlegt hvað hlutir sem blessuð börnin skapa skipta móðurhjartað miklu. Ég fór næstum því að grenja í morgun þegar ég fylgdist með þessum ósköpum í slómósjón. Blessuð sé minning hans.

1 comment:

  1. Þetta er snotur minningargrein um hann Jón karlinn. Mér fannst hann alltaf svolítið blóðugur um munnvikin og það hvarlaði að manni í ákveðinni birtu að hann væri hugsanlega flagð undir fögru gifsi.

    Kv. Hallan

    ReplyDelete