Thursday, March 21, 2013

Viltu slá í gegn í næsta kökuboði?Þá er ég nú ekki að meina með því að bjóða upp á ilmvatnssjúss! Nei, en engu að síður þykir mér þetta agalega skemmtileg hugmynd, hver vill ekki gera ilvötnunum sínum hátt undir höfði? Þetta er þó því miður ekki mynd af mínu heimili þar sem ég á í fyrsta lagi ekki svona fallegan tertudisk eða þá heldur þá glás af ilmvötnum sem þarna er - samanber þessa færslu hér. Þessi hugmynd kemur, eins og flestar mínar þessa dagana, frá kollegum mínum á Pinterest.Þegar ég verð svo búin að þróa mína eigin ilmvatslínu væri ekki úr vegi að skella í einn ilmvatnsdisk, en það er barasta ekkert mál. Allt sem þarf er falleg skál á fæti, skemmtilegur stakur diskur og gott lím. Þarna fær hugmyndaflugið sko útrás og ferlega skemmtileg hugmynd að gefa góðum vinum sérhannaðan tertudisk næst þegar þér verður boðið í kökur og kaffi.

No comments:

Post a Comment