Friday, March 22, 2013

Smápakkar bæta, hressa og kæta

Ég hef brjálæðisega trú á að litlar gjafir geri heiminn betri. Hef einnig óbilandi áhuga á nagalökkum þessa dagana, hafi einhver ekki áttað sig á því. Ég er þess viss um að fallegt naglalakk geti bjargað geðheilsu mæðrum hlaupabólubarna. Hef fulla trú á því!


Var mjög sjálflæg í vali og keypti það sem ég gaf sjálfri mér fyrir viku. Gull-græna. Pakkaði því að sjálfsögðu inni í það sem hendi var næstvarð næst - Austurgluggann.
Bólu-Flóki var að vísu alveg rosa hress og sérstaklega ánægður með doppurnar sínar, sem ekki eru naglalakk, heldur eitthvað undraefni við hlaupabólu.En, það breytir því ekki að mæður bólubarna eiga allt gott skilið! Tóta hresstist um helming við gjöfina og við óðum í skipulagningu fyrir komandi matarboð Fjarðadætra og betri helminga. Það verður bæði gott og gaman! Góða helgi.


No comments:

Post a Comment