Sunday, April 28, 2013

Kosningasvekk ásamt myndasögu helgar

Kosningadagurinn hér eystra rann upp svo bjartur, hlýr og fagur að mér datt ekki annað í hug en að skella skollaeyrunum við óveðursspá sunnudagins. Gæti bara engan vegin staðist.


Byrjaði daginn á að skila þessari inn til Samfylkingarinnar í nafni frumburðar, sem er harður stuðningsmaður þeirrar fylkingar...


Þá var komið að máli málanna - Xinu. Verð að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum með að ekki væri flaggað á kjörstað. Spurði meira að segja eftir því við þá sem voru á vakt sem töldu ekki að það væri vaninn. Er ég orðin rugluð? Hefur ekki alltaf verið flaggað?


Ekkert var annað í stöðunni en að pulsa sig upp eftir herlegheitin. Mjög svo tilheyrandi á svo fögrum og stórum degi þar sem margt var framundan...


...eins og að bruna í Egilsstaði þar sem minn elskulegi varði deginum á fótboltavellinum á firmamóti Spyrnis í innanhússfótbolta. Ég þá að sjálfsögðu í stúkunni eins og góðri kærustu sæmir!

Fer svo hratt yfir þessi elska að hann festist ekki á filmu!

Mínir menn unnu mótið, nema hvað? Uppskáru að launum þrjá kassa af Bolabjór!


Er svo heilluð af þessum bíl sem á heima á Egilsstöðum. Kunni ekki við að stoppa fyrir utan húsið og taka mynd, þannig ég gerði það á ferð sem skýrir einstaklega léleg gæði. En flottur er hann fyrir það!

Á heimleið
Við Elísabet heimsóttum Ástu á kosningaskrifstofuna

Fór að sjálfsögðu á kosningarölt og kíkti á Ástu mína sem ég var svo sannfæð um að kæmist á þing sem þriðji þingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðaustur. Ohh, munaði svo litlu. Svona var dagurinn fúll á Reyðarfirði í dag, í takt við úrslit næturinnar.

Ásta er ein duglegasta, kraftmesta, heilsteyptasta og besta manneskja sem ég hef kynnst gegnum tíðina og hefði verið frábær viðbót við annars ágætan hóp sem komst til valda í nótt.  Hún mun þó án efa láta til sín taka í varaþingmannssætinu og fljúga svo inn að fjórum árum liðnum! Ég er endalaust stolt af minni konu.

No comments:

Post a Comment