Monday, April 1, 2013

Ljós- ljósgrænir fingur


Það væri ekkert sannleikskorn í því ef ég héldi því fram að ég væri með græna fingur. Bara ekki. Ég hef aldrei getað haldið blómum á lífi. Formæður mínar reyndu ítrekað að halda slíku að mér fyrstu árin í minni búskapartíð, en hættu því fljótlega þar sem ég drap allt jafnharðan - katktusa hvað þá annað (drekkti þeim)!

Ég hef aldrei áttað mig á því hvað ég er að gera vitlaust. Ég vökva og gef Grænu þrumuna en allt kemur fyrir ekki. Allt steindrepst með það sama! Er það virkilega málið að ég þurfi að tala við þau?  Síríuslí?

Allavega. Þór kom heim með jurt af kjúklingabaun heim úr skólanum um daginn. Afar stolur og bað mig vinsamlegast um að hugsa vel um hana. Umhumm. Lúkkar pínu eins og arfi en það er önnur saga. Átta mig heldur ekki á því hvað ætti að gerast í framhaldinu, hvort eiga að vaxa bauir út úr því eða þá kannski bara páskaungar. Þarf líklega ekki að veltast mikið með það því ég er jú - eins og við manninn mælt, er alveg að verða búin að drepa það. Liggur nú eins og spaghettí út úr dollunni, engan vegin með sama ris og þegar það mætti. Hvað er málið? Af hverju lyppast allar jurtir niður og gefa upp öndina þegar þær sjá mig? Ráð óskast.

1 comment: