Wednesday, May 8, 2013

Ofurfæða - ofurkona?


Það kom að því. Að ég prófaði hina svokölluð OFURfæðu sem Chiafræin eiga að vera í morgun. Hef látið þetta sem vind um eyru þjóta hingað til en ákvað að slá til og fjárfesti í poka í gær. 
Ég gúgglaði herlegheitin eins og lög gera ráð fyrir og stoppaði við síðuna hennar Ebbu Guðnýjar. Ekki það að einfaldara er að gera grautinn heldur en að sjóða kartöflur.

Eins og segir í þessari grein héreru...
Chiafræin sannkallaður ofurmatur og með því hollara sem þú getur sett ofan í þig. Þau eru besta plöntuuppspretta omega-3-fitusýra sem vitað er um. Rík af andoxunarefnum, próteinum, en þau eru 20% prótein og innihalda allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar, rík af auðmeltum trefjum (mjög góð fyrir hægðirnar og eru sögð geta dregið úr bólgum í meltingarvegi) en góð fita, prótein og góðar trefjar tempra einnig blóðsykurinn okkar. Þau einnig draga í sig nífalda þyngd sína sem þýðir að þau stuðla að heilbrigðum vökvabúskap í líkamanum og eru því góð fyrir fólk sem æfir mikið sem og í miklum hita. Þau innihalda einnig gott magn af kalki, sinki og járni.
Ég fór eftir leiðbeiningum Eddu að mestu, en hér er hennar uppskift:

  • 3 msk chiafræ
  • 200 ml vatn (eða möndlumjólk)
  • þroskaður mangó í bitum (og/eða aðrir ávextir/(ber) sem ykkur finnst góðir) ... ég notaði íslensk jarðarber út á möndlu-chiagrautinn!
  • kanilduft eða vanilluduft ef vill
1.    Setjið chiafræin í skál
2.    Hellið vatninu/möndlumjólkinni út á og hrærið vel í um eina mínútu
3.    Hrærið af og til á meðan þið bíðið í um 10 mínútur á meðan chiafræin eru að drekka í sig vökvann og fræin verða að graut í vökvanum
4.    Setjið út á þroskaðan mangó (eða aðra ávexti sem þið elskið!)
Þið getið sett hvaða ávexti sem þið elskið út á og einnig megið þið nota möndlumjólk í staðinn fyrir vatnið. Sumir elska að setja smá pálmasykur, vanilludropa (hægt að fá lífræna) eða tvo dropa af fljótandi steviu. Mér finnst dásamlega bragðgott að setja kakónibbur, gojiber sem og aðra þurrkaða ávexti á móti kakónibbunum, hampfræ sem og bananabita. Einnig má mauka þetta allt saman og best þá með möndlumjólk.
Það er frábært að setja smá chiafræ (þurr) eða chiagraut út á hafra- eða quinoagrautinn ykkar. Einnig set ég oftast chia í sjeikana mína.

* Ég setti grjónin í vatn í gærkvöldi og lét þau liggja í nótt. Þegar ég kíkti var þetta eins og vatnsblandaður sagógrjónagrautur! Ok. Lúkkaði vissulega ekki vel. Það sem ég setti út á minn graut var:

  • Hálft epli í lithium bitum
  • Döðlur í litlum bitum
  • Gojaber
  • Kanill

Ég setti enga mjólk. Þetta var bara mjög gott, svei mér þá. Það er nánast ekkert bragð af grjónunum, þau verða eins og hlaup, já bara eins og sagógrjónagrautur! Döðlurnar, eplin, berin og kanillinn gera þetta bara að mjög skemmtilegu tvisti. Sverða! 

Hráefnið - mínus kanill sem mætti ekki í myndatökuna!
Grjónin, þrjá matskeiðar.
Tveir desilítrar af köldu vatni. Látið bíða yfir nótt - eða í skemmri tíma.
Svona lúkkaði þetta í morgun. Réð mér alveg fyrir spenningi sko!
En, þegar ég var búin að setja epli, döðlur, gojaber og kanil út á - namm!

Prófið. Verið ofur!

No comments:

Post a Comment