Tuesday, May 21, 2013

Afsakið hlé!


Ég er ekki búin að liggja heima með alvarlega ritstíflu, bara svona svo að það sé á hreinu. Aftur á móti stíflaði ég nýju tölvuna mína svo heiftarlega að hún lenti á gjörgæslu. Gaf henni of mikið af myndum að borða. 

Hélt á tímabili að hún væri öll og þar með allar myndirnar mínar. Þrátt fyrir að vera á rassgatinu peningalega séð var mér á þeim tíma gersamlega sama um maskínuna, bara ef myndirnar myndu bjargast! Sem og þær gerðu. Sjæs! Get nú andað léttar og einnig farið að blogga á ný. Á morgun. 

Note to self og ykkar allra: Takið afrit af ljósmyndunum ykkar, þær verða ekki metnar til fjár!

No comments:

Post a Comment