Wednesday, July 24, 2013

Ekki á morgun heldur hinn!

Nú styttist aldeilis í einn af mínum uppáhaldsviðburðum yfir árið - Bræðsluna. Ég er að leggja íann í fjórða skipti og er alltaf jafn spennt!

Fyrir utan hvað er gaman að vera á svæðinu, það er ALLTAF sól og blíða - þá gerist eitthvað undarlegt á þessum tónleikum ár hvert. Þó mér væri boðið í stærstu og flottustu tónleikahöll heims með mínu uppáhaldsbandi, myndi ég frekar velja Bræðslutónleikana. Það er ekki hægt að lýsa stemmningunni fyrir þann sem ekki hefur upplifað, en það gerist eitthvað yfirnáttúrulegt inn í þessari gömlu bræðslu - endalaus gleði, súrefni, frábærir listamen, ást og samhugur.

Eftir tónleikana í fyrra hugsaði ég að þeir yrðu ekki toppaðir - en þar sungu til dæmis saman Mugison og Fjallabræður. Það leið nánast yfir mig svo dásamlegt varða! Ég hlakka ekkert minna til í ár, en ég tel niður klukkutímana þar til Ásgeir Trausti og Mannakorn stíga á svið, já og allir hinir. Djísús!

Get lofað tári á hvarmi þegar minn maður tekur þetta, fallegast í heimi! Læt fljóta með nokkrar myndir frá síðustu árum...


Við Silja mín tókum að sjálfsögðu myndasessjon á leiðinni...

...en fjöllin í Borgarfirði eru ekki eins og annarsstaðar!

Úr fókus af geðshræringu!

2011

2012




No comments:

Post a Comment