Þegar ég var lítil "bíttaði" ég stanslaust á límmiðum, glansmyndum, servíettum og öllu mögulegu við mann og annan. Í gær "bíttaði" ég á börnunum mínum, lét tvö lítil fyrir eitt stórt - sumarviðskiptin þið sjáið.
Byrjaði daginn svo á því að skutla Gísla í vinnuna - eða daginn, meira svona nótt að mínu mati klukkan sex. Nema bara það að ég hresstist svona svakalega að ég var búin að þrífa allt klukkan hálf níu! Legg ekki meira á ykkur svona á fimmtudegi!
|
Skapp aðeins á fund við tvær skvísur eftir herlegheitin. Þegar ég kom heim tók "nýskúraða gólfið" svona á móti mér. Unglingavinnan sko! Æjh, þessi elska! |
|
Það rignir í dag, en það er nýlunda í sveitinni. Ég græt það ekki, svo framarlega að það hætti fyrir morgundaginn. |
|
Margt að gera á stóru heimili! |
|
Guðrún Veiga lumaði á þessum í fataskápnum sínum. Kannski eitthvað til þess að klæðast upp á dekki, nema þá að það verði bara sjógallinn!
|
|
Maður verður nú að leyfa sér! |
|
...já leyfa sér allskonar svona á rigningardegi.
|
|
Ég er þrjár mínútur frá því að klippa á mig þveran og þungan topp. Tvær og hálfa jafnvel - geeeet þetta ekki! |
Dagurinn er þó langt frá því að vera búinn. Aron Gauti, mágur minn, á afmæli í dag. Ég ætla rétt að vona að tengdó sé búin að baka köku. Rétt að vona það!
|
Í kvöld hitti ég svo þessi til þess að taka lokaæfingu fyrir morgundaginn. Gaman, gaman. |
Vá hvað ég fékk mikið vatn í munninn yfir graflax-myndinni, sá danski er bara ekki eins góður og sá íslenski! :)
ReplyDeletePøj pøj í söngnum á morgun ;)
Ohh, já! Algert spari, fæ mér þetta nánast bara á jólunum - bezt í heimi!
ReplyDeleteTakk, takk!