Wednesday, July 31, 2013

Óreiðupokar - snilldarhugmynd!



Það sem ég sá frábæra hugmynd í nýjasta blaði Húsa og híbýla í dag...



Óreiðupoka! Í blaðinu segir að finnsku óreiðupokarnir séu ómissandi inn á hvert heimili til þess að geyma dót sem á hvergi annarsstaðar heima. Þeir sem sýnir eru í blaðinu eru semsagt sérhannaðir sem slíkir, handsaumaðir- og prentaðirfrá frá fyrirtækinu CMIKistava. Að sjálfsögðu eru þeir staðsettir í hansahillum, nema hvað?

Ég er sjálf með risastóra óreiðuskúffu á mínu heimili, en það er algerlega nauðsynlegt þar sem merkilega margir hlutir eru algerlega heimilislausir.

Þó svo að finnsku pokarnir séu sérlega fallegir og skemmtilegir sé ég ekkert því til fyrirstöðu að nýta eitthvað sem til er á heimilinu, gamla körfu, kassa eða hvað annað sem til er. Svo kemur elsku IKEA sterkt inn - en sjálf gæti ég vel hugsað mér eitthvað af þessum óreiðulausnum...































Notið hugmyndaflugið og segið óreiðunni stríð á hendur!






No comments:

Post a Comment