Saturday, August 31, 2013

Glæný vinna

Ég er komin með vinnu krakkar! Mun ritstýra Austurglugganum. Frá þessu greindi ég á Facebook síðu minni á fimmtudaginn og uppskar óteljandi hamingjuóskir og "pepp". Það gladdi mig óskaplega því vissulega er nýja laugin mín djúp en að sama skapi óskaplega spennandi. 

Það er krefjandi að gefa út blað vikulega og gæta þess að segja frá því helsta sem er að gerast í öllum fjórðungnum. Því geri ég það sama hér og á fimmtudaginn, að biðja ykkur um að vera mín augu og eyru því ég þarf svo sannarlega á samvinnu ykkar að halda. Gerum eitthvað gott - gerum það saman!

Góða helgi


No comments:

Post a Comment